Fundargerð annars aðalfundar Upplýsingar – Félags bókasafns- og upplýsingafræða 15. maí 2001
Annar aðalfundur Upplýsingar var haldinn þriðjudaginn 15. maí 2001, kl. 16:15 í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu.
Formaður, Þórdís T. Þórarinsdóttir setti fundinn og bauð fundargesti velkomna. Tilnefndi þar næst Guðrúnu Pálsdóttur fundarstjóra og Önnu Jensdóttur og Hallfríði Baldursdóttur fundarritara. Fundurinn samþykkti tilnefninguna og var gengið til dagskrár.
a) Skýrsla stjórnar.: Formaður flutti skýrslu stjórnar (15. maí 2000 til 15. maí 2001) og drap á ýmis mál sem tekin hafa verið fyrir og á döfinni eru. Skýrslan lá frammi í byrjun fundar. – Fyrirspurnir engar
b) Skýrslur hópa og nefnda:
Lilja Ólafsdóttir gjaldkeri flutti skýrslu Ferðasjóðs Upplýsingar. Sá sjóður tók við af ferðasjóði Bókavarðafélags Íslands. Árlega er heimilt að úthluta úr sjóðnum 8 styrkjum, 20.000 kr. vegna ferðalaga erlendis og 10.000 kr. vegna ferðalaga innanlands til þeirra sem eiga rétt á styrk samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins. Tíu umsóknir bárust, 2 þeirra uppfylltu ekki settar reglur og ein var dregin til baka. Úthlutun fengu: Borghildur Stephensen, Guðrún Eggertsdóttir, Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, Ingibjörg Gísladóttir, Kristín Indriðadóttir, Stefanía Júlíusdóttir og Þóra Sigurbjörnsdóttir. ? Fyrirspurnir engar
Svava H. Friðgeirsdóttir flutti ágrip af skýrslum eftirfarandi vinnuhópa og nefnda:
Sameignarfélagsins Ásbrúar
Lagabreytingarnefndar
Landsfundarnefndar
Ritstjóra Bókasafnsins
Siðanefndar
Ráðgjafanefndar um almenningsbókasöfn
Fulltrúa Upplýsingar í stjórn Blindrabókasafns Íslands
Fulltrúa Upplýsingar í stjórn Landsbókasafns Íslands ?Háskólabókasafns
Fulltrúa í stjórn NVBF
Fulltrúa Upplýsingar í Norrænu neti barnabókavarða
Undirbúningsnefndar fyrir NORD IoD ráðstefnu
Skýrslur vantar frá öðrum hópum
Fyrirspurnir engar.
c) Reikningar félagsins: Lilja Ólafsdóttir gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum félagsins. Athugasemdir voru engar við reikningana og voru þeir samþykktir. Þeir verða síðan birtir í næstu Fregnum.
d) Fjárhagsáætlun: Lilja Ólafsdóttir lagði fram fjárhagsáætlun næsta árs. Athugasemdir voru engar. Fjárhagsáætlun samþykkt
Framkvæmdaáætlun: Þórdís Þórarinsdóttir formaður kynnti hana. Sagði m.a. af nýfundnum sagnaritara er tæki að sér ritun sögu félagsins. Mun líklega kosta mikið og eftir er að fjármagna verkið. Hún greindi einnig frá fyrirhuguðum póstlista félagsins
Þóra Gylfadóttir spurði um póstlistann, hvers konar listi þetta eigi að vera miðað við Skruddu. Bara fyrir félagsmenn sagði formaður, lokaður póstlisti. Ef til vill verður byrjað á þessu á næsta ári.
Andrea Jóhannsdóttir taldi jákvætt að skrifa sögu félagsins, það sé þarft verk þó það sé dýrt að fjármagna það. Hún lét og í ljós ánægju með smekkleg bréfgögn, og klappaði fundurinn fyrir því.
Áslaug Agnarsdóttir spurði hver væri sagnaritarinn. Hann er Friðrik G. Olgeirsson sagði formaður, en ekki er búið að ganga frá formlegum samningi við hann ennþá. Hann vill gjarnan vera í hlutastarfi og taka sér lengri tíma til verksins.
e) Árgjald fyrir 2002: Lilja Ólafsdóttir gjaldkeri bar upp árgjaldið. Stofnanir greiða tvöfalt gjald, nemendur hálft gjald. Stjórnin leggur til óbreytt árgjald: 4500 kr. ? Athugasemdir engar. Árgjald samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
f) Lagabreytingar. Eydís Arnviðardóttir formaður lagabreytinganefndar kynnti tillögur að lagabreytinum. Lagt er til að stjórnarmönnum sé fækkað í 5 úr 7. Ennfremur að tilgreindur fundartími aðalfundar (sem var 15. apr.-15. maí skv. 8. gr.) skuli tilgreindur ?í maímánuði?. Fleiri tillögur ekki fram bornar.
Tillögurnar bornar upp og báðar samþykktar, engin mótatkvæði
Skipurit: Svava H. Friðriksdóttir. Skipuritið breytist í samræmi við nýjar reglur um fjölda stjórnarmanna.
Sigurður Þór Baldvinsson nefndi, að skilgreiningu vanti á skipuritinu á ábyrgð einstakra þátta, m.a. varðandi vefstjóra. Vefstjórinn er einn meðstjórnanda sagði Svava.
Hadda Þorsteinsdóttir spurði hvað þýði að ?vera með á sinni könnu?. Svava svaraði að það þýði að viðkomandi sé tengill, þ.e. beri ábyrgð á samskiptum.
Skipuritið síðan borið upp til samþykktar og það samþykkt samhljóða.
g) Kosning stjórnar og varamanna:
Úr stjórn ganga: Hafdís Dögg Hafsteinsdóttir, Hólmfríður Tómasdóttir, Jenný K. Valberg og Þórhallur Þóhallsson.
Fundarstjóri bar upp framkomnar tillögur. ÞórdísT. Þórarinsdóttir núverandi formaður gefur kost á sér áfram. Lýst er eftir öðrum framboðum en þau eru engin. Fundurinn klappaði fyrir formanni.
Lilja Ólafsdóttir gefur kost á sér áfram sem gjaldkeri og var það samþykkt á sama hátt. Áfram í stjórn situr Svava H. Friðgeirsdóttir. Nýir í stjórn eru: Harpa Rós Jónsdóttir og Ingibjörg Hafliðadóttir. Kjör þeirra samþykkt. Sitjandi varamenn, Inga Rún Ólafsdóttir og María Hrafnsdóttir, gefa kost á sér áfram og eru samþykktir með lófataki. Formaður kallaði nú til stjórnarmeðlimi sem eru að láta af störfum, kvaddi þau með rós og bók og þakkaði þeim fyrir samstarfið.
h) Kosning skoðunarmanna reikninga: Sitjandi skoðunarmenn, Guðrún Pálsdóttir og Hildur Gunnlaugsdóttir, gefa kost á sér áfram og voru þeir samþykktir.
i) Kosning í nefndir:
Í ritnefnd Bókasafnsins: Dögg Hringsdóttir ritstjóri, Hadda Þorsteins, Gróa Finnsdóttir, Kristín Ósk Hlynsdóttir; í sameignarfélagið Ásbrú: Þórdís T. Þórarinsdóttir og Svava H. Friðgeirsdóttir, þær sitja báðar áfram; Lagabreytinganefnd: áfram sitja Eydís Arnviðardóttir, Sigurður Þór Baldvinsson og Ída Margrét Jósefsdóttir; Fræðslu- og skemmtinefnd: áfram gefa kost á sér: Margrét Björnsdóttir, Sigurður J. Vigfússon, Þórhallur Þórhallsson og Svava H. Friðgeirsdóttir; í Landsfundarnefnd sem skipuð eru fólki frá Borgarbókasafni: þar gefa kost á sé sem tenglar: Ingibjörg Rögnvaldsdóttir og Kristín Viðarsdóttir, Siðanefnd: áfram sitja Anna Torfadóttir, Ingibjörg Árnadóttir og Bryndís Óttarsdóttir; Ferðasjóður Upplýsingar:áfram sitja Svava H. Friðgeirsdóttir, Lilja Ólafsdóttir og Þórdís T. Þórarinsdóttir; Val á bestu fræðibókum barna: Ása S. Þórðardóttir og Þorbjörg Karlsdóttir sem sitja áfram, Hólmfríður Gunnlaugsdóttir kemur í stað Lilju Ólafsdóttur; Nefnd um val á fræðibók ársins fyrir fullorðna: Þórdís T. Þórarinsdóttir, Bryndís Á. Ottósdóttir og Elín Guðbrandsdóttir er kemur í stað Hafdísar Daggar; í útgáfustjórn Fregna (sem er nýtt embætti): gefa kost á sér Þórdís T. Þórarinsdóttir og Svava H. Friðgeirsdóttir.
Samþykkt með lófataki. Fleiri tillögur um kosningar í nefndir voru ekki bornar upp.
Kaffihlé
j) Fundur hófst að nýju kl. 17:30 og nú voru tekin fyrir ?Önnur mál?:
1. Afhending viðurkenninga fyrir bestu íslensku fræðibókina fyrir börn og fullorðna fyrir árin 1999 og 2000:
Hafdís Dögg sá um þennan dagskrárlið og bauð velkomna 7 nýia gesti.
Tilnefndir voru aðilar sem hafa skarað fram úr í gerð fræðibóka fyrir börn og fullorðna og þeim afhent viðurkenningarskjöl og blómvöndur. Hafdís sagði m.a. að tilgangur viðurkenninganna væri, að vekja athygli á því að gera verði fræðibækur vel úr garði. Fyrir árið 1999 var bókin Landnámsmennirnir okkar eftir Stefán Aðalsteinsson var tilnefnd úr hópi fræðibóka fyrir börn. (Fyrir árið 2000 þótti engin bók nægilega góð til að hljóta tilnefningu). Stefán og fulltrúi frá Mál og Menningu tóku við viðurkenningum; Úr hópi fræðibóka fyrir fullorðna 1999 var tilnefnd bókin Lífsþróttur eftir Ólaf G. Sæmundsson. Hann og Jón Hjaltason fulltrúi Hóla útg. tóku við viðurkenningum. Fyrir árið 2000 hlaut tilnefningu Íslensk byggingararfleifð eftir Hörð Ágústsson. Hann og fulltrúar frá Húsafriðunarnefnd, Þorsteinn Gunnarsson og Magnús Skúlason, tóku við viðurkenningum sínum.
2. Siðareglur: Orðið gefið laust
Guðjón Jensson kvaddi sér hljóðs og sagði m.a. að siðareglurnar væru vel unnar,en margt sé óljóst. Gott sé að nefna þagmælsku, en það atriði að benda á aðrar leiðir til að afla upplýsinga (6. gr.) sé snúnara fyrir upptekið starfsfólk bókasafna og að erfitt sé að setja almennar reglur, hingað og ekki lengra (13. gr.) ? Svava til andsvars og sagði að þetta vera viðteknar venjur í siðareglum bókasafna og þær séu samdar í ljósi reglna í öðrum löndum.. ? Jóhanna Gunnlaugsdóttir þakkaði fyrir góðar siðareglur og taldi að 9. gr. væri sérstaklega góð. ? Hólmfríður Tómasdóttir benti á skýringarnar sem fylgja reglunum, þar sé hægt að kynna sér betur 6. og 13. gr. ? Fundarstjóri spurði Guðjón Jensson hvort hann vildi bera fram breytingartillögu. Guðjón nefndi þá hvort ekki væri ástæða til að setja inn ákvæði um endurskoðun reglanna. Fundarstjóri sagði þetta atriði vera inni og áframhaldandi nefnd muni sjá um að endurskoða eftir þörfum. ? Siðareglurnar þvínæst bornar upp og samþykktar.
3. Kynning á drögum að námsskrá fyrir bókasafnstækna. Formaður kynnti stöðu mála. Vinnsla við námsskrána er á viðkvæmu stigi núna. Drög að henni voru prentuð í Fregnum síðast. Næstu skref verða að vinna námsefni og reyna að koma upp námskeiði. Námið verður hægt að stunda í framhaldsskólum og í fjarnámi, eins og var í Bréfaskólanum á sínum tíma. Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt málið efnislega, en sumt er ennþá í vinnslu hjá þeim. ? Fyrirspurnir: Dögg Hringsdóttir spurði hvort þetta námsefni muni verða á boðstólum við alla framhaldsskóla. Þórdís kvað nei við því, líklega verður námsefnið bara lagt fram þar sem fjölmiðlagreinar eru boðnar. Matthildur Sif. spurði, hvort stefna hefði verið mótuð varðandi launamál þeirra sem hafa lagt stund á þetta nám. Þórdís sagði það á valdi stéttarfélaganna að taka á því máli og undir það tók Ásdís Hafstað. Matthildur Sif nefndi, að ekki hafa allar stofnanir skrifað undir símenntun. Ásdís segir að ekki sé enn vitað hvernig það verði metið til stiga, það mál verði að leggja þetta fyrir samninganefndir. ? Er ákveðinn tími til að klára þetta?, eru tímamörk? spyr Matthildur. ? Þetta er í höndum menntamálaráðuneytisins segir Þórdís. Námið er pakki. byggt á grunnnámi og síðan er gert ráð fyrir eins árs starfsreynslu. Betur verður sagt frá þessu í Fregnum þegar hreyfing kemst á málið. ? Umræðum lokið um þetta mál í bili.
4. Kynning á bréfgögnum félagsins. Unnið var í vetur að því að hanna einkennismerki félagsins á bréfagögn. Aðalbjörg Þórðardóttir vann merkið í upphafi og var verðlaunuð fyrir það á sínum tíma. Nokkur styr stóð um hvaða lit skyldi velja en sæst á þann ?rauðbrúna? lit sem nú liggur fyrir. Bréfsefni, nafnspjöld og möppur liggja frammi fyrir fundinum. ? Jóhanna Gunnlaugsdóttir spurði hvort bréfsefni séu til á ensku. ? Hafdís Dögg sagði að þau bara hafa verið framleidd á íslensku.
5. Annað:
Engin önnur mál voru á dagskrá og enginn kvaddi sér hljóðs. Endurkjörinn formaður þakkað góða fundarsetu og bauð velkomið nýtt fólk til starfa og þakkaði fyrri stjórn fyrir samstarfið og öllum öðrum sem hafa komið að málum félagsins með einum eða öðrum hætti og lagt því lið.
Fundi var slitið kl. 18:00
Anna Jensdóttir og Hallfríður Baldursdóttir