Search

Fundargerð aðalfundar 2003

Fundargerð fjórða aðalfundar Upplýsingar – Félags bókasafns- og upplýsingafræða 12. maí 2003
  
Á fundinn mættu 40 félagar. Formaður, Þórdís T. Þórarinsdóttir setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og tilnefndi fundarstjóra Guðrúnu Pálsdóttur og fundarritara Ingibjörgu Hafliðadóttur og Ragnhildi Árnadóttur, sem fundurinn samþykkti.

Guðrún tók við fundarstjórn og gengið var til dagskrár.

a)      Skýrsla stjórnar.  Þórdís T. Þórarinsdótir flutti ágrip af ýtarlegri skýrslu stjórnar sem fundarmenn höfðu fengið í hendur. M.a. sagði hún frá að 29 manns stunduðu nám í hinu nýju starfsgreina- námi bókasfnstækna. Einnig að útlit er fyrir að húsnæðismál félagsins komist í uppnám, því til stendur að selja núverandi húsnæði og að skv. skýrslu fulltrúa félagsins í Verkefnastjórn um gagnagrunna, hafi sú stjórn lokið störfum og nefndin lögð niður.

Orðið var gefið laust um skýrslu formanns en enginn kvaddi sér hljóðs.

b)      Skýrslur hópa og nefnda.

Lilja Ólafsdóttir gjaldkeri sagði frá úthlutun til sex aðila úr ferðasjóði Upplýsingar.
Orðið var gefið laust og fyrirspurn barst um hversu margir gætu fengið ferðastyrki. Þórdís svaraði að þakið væri  átta aðilar, og hver fengi kr. 20.000,-.

Svava H. Friðgeirsdóttir flutti samantekt úr skýrslum hópa og nefnda.
Orðið gefið laust og Ólöf Benediktsdóttir gerði athugasemd við fjölda funda sem nefndir voru í samstarfsnefnd um höfundarréttarmál og einnig tók hún fram að mikilvægt væri að nefndin gengi á fund Fjölís vegna mikilvægra samninga.

c)      Reikningar félagsins. Reikningar félagsins voru bornir upp og skýrðir af Lilju Ólafsdóttur gjaldkera. Engar fyrirspurnir voru um reikningana og þeir samykktir samhljóða. Lilja lagði einnig fram reikninga Landsfundar árið 2002. Athugasemd barst vegna ógreiddra félagsgjalda, hvort ekki væri hægt að setja eindaga. Lilja svaraði því til að ekki fengist leyfi til að taka dráttavexti. Þess vegna væri reynt að hafa tímaritið Bókasafnið sem ?eindaga? fyrir árgjaldi Upplýsingar.

d)      Fjárhags- og framkvæmdaáætlun. 1. Framkvæmdaáætlun stjórnar fyrir árin 2003-2004 flutti formaðurinn Þórdís T. Þórarinsdóttir. 2. Lilja Ólafsdóttir flutti fjárhagsáætlun.

Fyrirspurn barst um hvað fólgið væri í kynningu og önnur frá Ólöfu Benediktsdóttur um hvort Menntamálaráðuneytið greiddi ekki kostnað við gerð námsgagna. Varðandi kynningu á félaginu svaraði Þórdís að árlega væri haldinn kynningarfundur með nemendum í bókasafns- og upplýsingafræðum og einnig starfaði félagið með erlendum félögum og kynnti starfsemi þess á þeim vettvangi. Þórdís svaraði einnig að sækja yrði um styrki til ráðuneytisins til námsgagnagerðar, sem væri gert.

Engar fyrirspurnir voru um fjárhagáætlun.

e)      Árgjald. Stjórn lagði til að árgjaldið yrði óbreytt, kr. 4.500,- sem fundurinn samþykkti samhljóða.

f)        Lagabreytingar. Engar tillögur bárust til stjórnar um lagabreytingar. Svava Friðgeirsdóttir lagði fram breytingatillögu.  Í stað ?Tengsl við ýmsa starfshópa bókavarða og innlenda faghópa í skipuriti, kemur, -Tengsl við ýmsa samstarfs- og áhugahópa bókavarða. – Einnig að bæta við – www.upplýsing.is – í vefföngin.    Tillagan var samþykkt samhljóða.

g)      Kosning stjórnar. Öðru kjörtímabili formanns, Þórdísar T. Þórarinsdóttur lýkur nú á aðalfundi 2003 en í samræmi við félagslög gaf hún kost á sér áfram og var kosning hennar samþykkt með dynjandi lófaklappi fundarmanna. Sama gilti um gjaldkerann, Lilju Ólafsdóttur. Ingibjörg Hafliðadóttir ritari gekk úr stjórn og var tillaga borin upp í hennar stað um Guðbjörgu Harðardóttur frá Bókasafni Hafnarfjarðar og var hún samþykkt samhljóða. Aðrir gefa kost á sér áfram, þ.e. Svava H. Friðgeirsdóttir, varaformaður og Vala Nönn Gautsdóttir vefstjóri, einnig varamennirnir María Hrafnsdóttir og Inga Rún Ólafsdóttir. Þórdís þakkaði Ingibjörgu Hafliðadóttur vel unnin störf og færði henni bókina Dagar Íslands að gjöf.

h)      Kosning skoðunarmanna reikninga. Guðrún Pálsdóttir gaf ekki kost á sér áfram. Tillaga var um Moniku Magnúsdóttur, sem var samþykkt. Aðrir gefa kost á sér áfram.

i)        Kosning í nefndir. Í ritnefnd Bókasafnsins hættir Sólveig Haraldsdóttir ritari í hennar stað kemur Eva Sóley Sigurðardóttir. Gjaldkerinn Hadda Þorsteinsdóttir ætlar að hætta um áramótin í lok reikningsárs. Dögg Hringsdóttir ætlaði að hætta, en engin ritstjóri hefur fundist í hennar stað og mun hún því gegna starfinu áfram ótímabundið. Í nefnd um val á bestu fræðibók fyrir börn, hættir Ása Sigríður Þórðardóttir, í hennar stað kemur Inga Kristjánsdóttir.  Skipti verða á öðrum fulltrúanum í stjórn NVBF ( ísl. stjórnarmenn), Hrafnhildur Hreinsdótir gengur úr stjórninni í hennar stað kemur Guðrún Pálsdóttir. Í nefnd um Norrænt net um barnabókasöfn og menningu þá hætta Kristín Viðarsdóttir og Þorbjörg Karlsdóttir og í þeirra stað koma Hildur Baldursdóttir og Sigrún Jóna Kristjánsdóttir. Samtök um barnamenningarstofnun Sigrún Jóna Kristjánsdóttir. Í nefnd til að kanna hvort hagkvæmt sé að setja heildarlög fyrir bókasöfn landsins, Þórdís T. Þórarinsdóttir aðalmaður og Pálína Héðinsdóttir varamaður. 

j)        Önnur mál.

Afhending viðurkenninga fyrir bestu íslensku fræðibækurnar, fyrir börn og fyrir fullorðna fyrir árið 2002.  Þórdís T. Þórarinsdóttir lýsti kjöri á fræðibókinni fyrir fullorðna, bókinni Vitar á Íslandi: leiðarljós á landsins ströndum 1878-2002, höfundar eru Guðmundur Bernódusson, Guðmundur L. Hafsteinsson og Kristján Sveinsson. Siglingamálastofnun Íslands í Kópavogi gaf bókina út. Úrslitaáhrif við val bókarinnar var, að um yfirgripsmikið verk væri að ræða um vita Íslands, ótvírætt handbókargildi og sérstaða bókarinnar. Einnig að efnisuppbygging og framsetning efnis er skipuleg. Haft er að leiðarljósi að gera efnið aðgengilegt með efnisyfirliti og hjálparskrám. Í bókinni er auk þess ítarlegur efnisúrdráttur á ensku auk þess sem myndatextar eru á ensku og eykur það gildi bókarinnar. Notagildi ritsins er ríkulegt, sérstaklega þar sem í fyrsta sinn er ráðist í útgáfu svo umfangsmikils rits um vita á Íslandi. Ritið er aðgengileg handbók um efnið sem stenst jafnframt fræðilegar kröfur.

Þorbjörg Karlsdóttir lýsti kjöri á vali barnabókarinnar, Skrýtnastur er maður sjálfur eftir Auði Jónsdóttur. Dómnefndin taldi þessa bók mjög vel skrifaða, upplýsandi og nýstárlega. Henni er ætlað að fræða okkur um líf og starf Halldórs Laxness en ekki síður um manneskjuna Halldór, þann tíma og það þjóðfélag sem hann lifði í. Einnig þótti bókin athyglisvert framlag til að koma einum fremsta rithöfundi þjóðarinnar á framfæri við yngri kynslóðina. Markmiðið með viðurkenningunni er að hvetja til útgáfu vandaðra fræðibóka fyrir börn.

 Þórdís og Þorbjörg afhentu síðan höfundum bókanna og útgefendum viðurkenningarskjöl og blómvendi.

Hermann Guðjónsson siglingamálastjóri  og Kristján Sveinsson tóku við viðurkenningu fyrir bókina Vitar á Íslandi og Auður Jónsdóttir og Sigþrúður Gunnarsdóttir fyrir bókina Skrýtnastur er maður sjálfur.

Þórdís T.Þórarinsdóttir  tilkynnti kaffihlé í 15 mínútur og bað fundargesti að þyggja kaffi í boði félagsins.

Eftir hlé flutti Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur, erindi um samskipti á vinnustað. 

Að erindinu loknu, ávarpaði formaður fundinn, hún flutti kveðju frá Sigrúnu Klöru Hannesdóttur landsbókaverði og þakkaði henni, fyrir hönd félagsins, fyrir afnot af sal í Þjóðarbókhlöðu.  Hún skýrði einnig frá erindi sem var að berast Upplýsingu frá Statens Kulturraad í Svíþjóð um að tilnefna verk til að veita viðurkenningu úr minningarsjóði Astrid Lindgren fyrir barnabækur aða lestrarhvetjandi efni fyrir árið 2004. 

 Að lokum þakkaði formaður fundarstjóra og fundarriturum vel unnin störf, þakkaði einnig þeim sem, létu af störfum fyrir félagið vel unnin störf og þá sem gáfu kost á sér til starfa bauð hún velkomna, sérstaklega nýja liðsmenn. Minnti hún á að máttarstólpar félagsins væru félagsmennirnir sjálfir. Hún sleit síðan fundinum.

Fundargerðina rituðu

Ragnhildur Árnadóttir
og
Ingibjörg Hafliðadóttir