Search
Þann 10. nóvember sl. stóð Upplýsing fyrir Morgunkorni er bar yfirskriftina, „Breytingar, breytinganna vegna?“ og var það haldið í Bókasafni Kópavogs og streymt beint á YouTube.
Þar fjölluðu Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs, og Margrét Sigurgeirsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Garðabæjar, um þær breytingar sem gerðar voru á söfnum þeirra síðastliðið ár. 
 
Vegna fyrirspurna hafa þær látið okkur í té afrit af glærum sem þær notuðu í fyrirlestrum sínum en á þeim má sjá myndir af þeim breytingar sem gerðar voru á söfnunum. Hægt er að nálgast þær í tenglum hér að neðan ásamt upptöku af fyrirlestrunum sem aðgengilegur er á YouTube.
 
Glærur Lísu Z. Valdimarsdóttur – Bókasafn Kópavogs
Glærur Margrétar Sigurgeirsdóttur – Bókasafn Garðabæjar
 
Upptaka af fyrirlestri á YouTube

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *