Search

Hagmunasamtök

Hagsmunasamtök safna og notenda hugverka


Ýmis samtök hér á landi og erlendis láta sig varða réttindi notenda hugverka. Miklar breytingar hafa orðið á miðlun og notkun hugverka í upplýsingaþjóðfélaginu. Upplýsingafyrirtæki afla sér víðtæks réttar á hugverkum og selja aðgang að þeim í stórum textabönkum og gagnagrunnum. Því hafa orðið til samtök neytenda og notenda hugverka sem gæta hagsmuna sinna gagnvart þessum aðilum. Markmið bókasafna og annarra safna er að veita notendum þeirra sem bestan og ódýrastan aðgang að efni. Þau þurfa einnig að gæta jafnréttissjónarmiða, svo jafnt fátækir og ríkir geti átt aðgang að hugverkum til náms, rannsókna og ánægju.
Félög og samtök bókasafna hafa gætt hagsmuna notenda í höfundaréttarmálum. Þar má nefna t.d. Upplýsingu ? Félag bókasafns- og upplýsingafræða sem hefur á stefnuskrá sinni að¬ gæta hagsmuna notenda á bókasöfnum. Sama má segja um systursamtök á Norðurlöndum og víðar.
 
IFLA (International Federation of Library Associations and Institutions)
http://www.ifla.org/ hefur gert margar samþykktir
http://www.ifla.org/en/search/node/copyright til að gæta hagsmuna notenda gagnvart upplýsingaframeiðendum.


EBLIDA (European Bureau of Library, Information and Documentation Associations)
http://www.eblida.org/ , sem hafa gætt hagsmuna notenda bókasafna innan Evrópusambandsins og fylgst náið með samningu samþykkta og tilskipana Evrópusambandsins um höfundarétt.


EGIL http://www.eblida.org/index.php?page=egil er sérfræðingahópur EBLIDA um upplýsingalög. Öll norrænu bókavarðafélögin nema Upplýsing taka beinan þátt í höfundaréttarsamvinnu hjá EBLIDA og eiga fulltrúa þar og hafa launað starfsfólk sem m.a. sinnir þessu. Upplýsing fylgist þó með því sem þar er mikilvægt á döfinni eftir bestu getu í gegnum tölvupóst og með því að sækja fundi og þing Norrænu félaganna um höfundaréttarmál.


Norrænt samstarf
Norrænu bókavarðafélögin hafa sett á fót starfshóp um höfundaréttarmál og hafa samráð um aðgerðir vegna höfundaréttarmála sem varða bókasöfnin. Upplýsing á aðild að hópnum.


Neytendasamtök og samtök tónlistar- og netnotenda hafa einnig látið til sín taka vegna hafta sem þeir telja vera á notkun stafræns efnis. Dæmi um íslensk samtök af þessu tagi er Félag um stafrænt frelsi á Íslandi http://www.fsfi.is/