Markmið félagsins skv. lögum þess eru:
a) Að auka skilning á mikilvægi sérfræðiþekkingar bókasafns- og upplýsingafræðinga og annarra starfsmanna bókasafna og
upplýsinga-miðstöðva.
b) Að efla skilning á mikilvægi íslenskra bókasafna og upplýsingamiðstöðva í þágu menningar, menntunar og vísinda.
c) Að bæta aðstöðu til rannsókna og náms í bókasafns- og upplýsingafræði.
d) Að efla samstarf og samheldni félagsmanna.
e) Að gangast fyrir faglegri umræðu um bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar.
f) Að stuðla að og standa fyrir símenntun félagsmanna.
g) Að auka samvinnu ólíkra safnategunda.
h) Að koma á samvinnu við innlenda og erlenda aðila með svipuð markmið.
i) Að vera löggjafanum og stjórnvöldum til ráðgjafar um bókasafns- og upplýsingamál.
j) Að starfa með Stéttarfélagi bókasafns- og upplýsingafræðinga og öðrum stéttarfélögum eftir því sem við á.
Þekkingarsamfélagið 2007-2011
Kjarni stefnunnar og sú framtíðarsýn sem hún byggir á felur í sér eftirfarandi þætti:
- Að Íslendingar standi jafnfætis öðrum þjóðum hvað varðar aðgengi að hvers kyns þekkingu og upplýsingum.
- Að öll söfn á Íslandi hafi á að skipa starfsmönnum með þekkingu og færni sem hentar viðkomandi safni og starfsemi þess.
- Að Íslendingar eigi kost á faglegri upplýsingaþjónustu hvar sem þeir búa á landinu.
- Að öll bókasöfn landsins, sem rekin eru fyrir opinbert fé, myndi samfellt bókasafnakerfi og hafi náin samskipti sín á milli.
Hér má sækja stefnu Upplýsingar, Félags bókasafns- og upplýsingafræða:
Upplýsingar fyrir alla: Þekkingarsamfélagið 2007-2011 (pdf skjal).