Hugmyndir

Hugmyndir fyrir bókasafnsdaginn

Hér verða settar inn hugmyndir að dagskrá og viðburðum sem bókasöfn geta nýtt sér fyrir bókasafnsdaginn.
Sendu þína hugmynd á oskarthr(hja)gmail.com.
 

Ýmiskonar hugmyndir að viðburðum:
  • Blása og hengja upp marglitar blöðrur til að skapa stemningu eins og í afmæli
     
  • Upplestur fyrir börn/fullorðna
  • Hengja upp gátur/spurningar með textum úr bókum þar sem giska á hvaða bók þetta er
  • Bjóða í kaffi og bakkelsi
  • Ljóðaupplestur
  • Bjóða gestum að taka þátt í að skrifa sögu (samskrif)
  • Hafa kynningu á ákveðnum höfundum/bókaflokki
  • Skipuleggja að hafa fundi svo sem bókaklúbba þennan dag
  • Lifandi tónlist
  • Opin námskeið
  • Bjóða gestum í skoðunarferðir „baksviðs“ 
  • Bókmenntagöngur/bókmenntaumfjöllun
  • Sérstakar uppákomur/efni á vefsíðu í tilefni dagsins
  • Gefa bókamerki/lestrardagbækur
  • Lestrarátak á safninu (hvað verða lesnar margar síður inni á bókasafninu á bókasafnsdeginum?)
  • Samkeppni um slagorð fyrir bókasöfn
  • Gefins bækur (þeir sem hafa sölubás gætu gefið þær þennan daginn)
  • Spurningakeppni (ekki pubquiz heldur libquiz)
  • Bjóða bæjarráðsmönnum/sveitastjóramönnum í formlega heimsókn
  • Setja einhver met innan safnsins
  • Fá bókaútgefanda til þess að gefa verðlaun í happdrætti/spurningaleik
  • Skemmtun
  • Brandarakeppni
  • Bjóða upp á að skrifa bréf til bókasafnsins sem hengt verður upp
  • Bjóða viðskiptavinum að koma kjósa 100 bestu bækurnar/ uppáhalds íslensku bókina sína / uppáhalds handbókina
  • Gefa bókamerki
  • Sýning á gömlum munum, bókum og fleiru tengdu fyrri árum bókasafnsins
  • Myndlistasýning
  • Bókmenntagetraun
  • Sektarlaus dagur
  • Viðhorfskannanir
  • Fræðibókaþema, leggja áherslu á fræðibækur og stilla út fræðibókum.
  • Starfsmenn mæla með uppáhalds eða að þeirra mati merkilegum fræðibókum
  • Bókapakkar fyrir börn og fullorðna með fræðibókum  t.d. ?Fróði fræðimaður“ lánar spennandi bókapakka
  • Vísindalegar staðreyndir og/eða fáránlegu fróðleikur prentað út og hengt upp á söfnunum.
  • Auglýsa frí kynningarskírteini
  • Auglýsa og halda örnámskeið á söfnunum á bókasafnsdaginn til að kynna starfsemi safnanna,  eins og leshringi o.fl.
  • Nýta sjónvarpskjáina til að kynna safnið eða bækur. T.d. að láta rúlla myndir af skemmtilegum myndum af öllu sem tengist bókum, bóklestri, bókasöfnum, bókaföndri, bókabílum o.s.frv.