Hvatningarverðlaunin
Hvatningarverðlaun Upplýsingar eru veitt annað hvert ár á Bókasafnsdaginn 8. september, á alþjóðlegum degi læsis. Verðlaunin eru veitt starfsmönnum og/eða starfsstöðum fyrir einstök verkefni er stuðla að aukinni nýbreytni og þróunarstarfi á bókasöfnum. Allir geta sent inn tilnefningar; starfsfólk sem og notendur bókasafna.
Fyrstu Hvatningarverðlaun Upplýsingar voru veitt árið 2019 og má lesa nánar um þau hér.
Verðlaunin í ár
Á Bókasafnadaginn 8. september 2023 voru Hvatningarverðlaun Upplýsingar afhent í þriðja sinn. Verkefnið Stofan – A Public Living Room varð fyrir valinu sem handhafi Hvatningarverðlauna Upplýsingar 2023.
Verðlaun fyrri ára
Hér er hægt að skoða allt efni tengt Hvatningarverðlaunum Upplýsingar til þessa.