Hvatningarverðlaun Upplýsingar eru veitt annað hvert ár á Bókasafnsdaginn 8. september, alþjóðlegan dag læsis. Verðlaunin eru veitt starfsmönnum og/eða starfsstöðum fyrir einstök verkefni er stuðla að aukinni nýbreytni og þróunarstarfi á bókasöfnum.
Markmiðið með verðlaununum er að:
- Veita starfsfólki bókasafna jákvæða hvatningu í starfi.
- Vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fram fer á vegum bókasafna.
- Stuðla að aukinni nýbreytni og þróunarstarfi.