Auglýst er eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna Upplýsingar sem afhent verða í fyrsta sinn á Bókasafnsdaginn þann 9. september 2019. Verðlaunin verða veitt starfsmönnum fyrir einstök verkefni er stuðla að aukinni nýbreytni og þróunarstarfi á bókasöfnum. Allir geta sent inn tilnefningar; starfsfólk sem og notendur bókasafna.

Markmiðið með verðlaununum er að:

  • Veita starfsfólki bókasafna jákvæða hvatningu í starfi.
  • Vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fram fer á vegum bókasafna.
  • Stuðla að aukinni nýbreytni og þróunarstarfi.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Upplýsingar.

Beinn tengill á tilnefningu: https://goo.gl/forms/fVUJgd5Qbc0zOAtc2

Veggspjald til útprentunar í viðhengi. Vinsamlegast hengið upp á áberandi stöðum.

Hvatningarverðlaun Upplýsingar

Opið er fyrir tilnefningar til og með 9. ágúst 2019.

Með bestu kveðju.
Undirbúningsnefnd Bókasafnsdagsins