Hvatningarverðlaunin
Hvatningarverðlaun Upplýsingar eru veitt annað hvert ár á Bókasafnsdaginn 8. september, á alþjóðlegum degi læsis. Verðlaunin eru veitt starfsmönnum og/eða starfsstöðum fyrir einstök verkefni er stuðla að aukinni nýbreytni og þróunarstarfi á bókasöfnum. Allir geta sent inn tilnefningar; starfsfólk sem og notendur bókasafna.
Fyrstu Hvatningarverðlaun Upplýsingar voru veitt árið 2019 og má lesa nánar um þau hér.

Verðlaunin í ár
Á Bókasafnadaginn 8. september 2021 voru Hvatningarverðlaun Upplýsingar veitt öðru sinni, Bókasafn móðurmáls hlaut þau að þessu sinni. Rósa Björg Jónsdóttir fékk afhentan Spóa úr smiðju Hafþórs Ragnars Þórhallssonar til eignar af þessu tilefni.
Verðlaun fyrri ára
Hér er hægt að skoða allt efni tengt Hvatningarverðlaunum Upplýsingar til þessa.