Upplýsing býður félagsmönnum sínum í árlega jólagleði, föstudaginn 4. desember, sem að þessu sinni verður haldin í húsakynnum bókasafnsins í Norræna húsinu. Hátíðin er að þessu sinni haldin í samvinnu við Félag um skjalastjórn. Jólagleðin hefst kl. 18 og boðið verður upp á léttar veitingar, smárétti o.fl. Ýmislegt verður gert til skemmtunar – m.a. munu tónlistarmenn gleðja okkur með nærveru sinni og væntanlega verður lesið úr einni jólabók eða fleiri. En aðallega ætlum við að hittast, spjalla og hafa það huggulegt. Ef þú ætlar að mæta þá þarftu að skrá þig hér. Að venju er jólagleðin félögum að kostnaðarlausu.