Nú er yfirstandandi könnun vegna verkefnisins ReCreating Europe, sem gengur út á að skanna, mynda og gera aðgengilegan á stafrænan hátt safnkost lista-, bóka-, skjala- og minjasafna (GLAM – Galleries, Libraries, Archives and Museums) í Evrópu. Könnunin snýr að hugverka- og höfundarréttarmálum sérstaklega og er nokkuð löng og ítarleg.
 
Óskað er eftir svörum út nóvember, tengill í könnunina: https://www.recreating.eu/new-survey
 
Hér er kjörið tækifæri fyrir íslensk söfn sem hafa reynslu af slíkri vinnu að miðla af reynslu sinni.