Landsfundur 2016 verður haldinn í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ dagana 29. – 30. september. Undirbúningsnefnd Landsfundar samanstendur að þessu sinni af starfsfólki bókasafnanna í Garði, Grindavík, Reykjanesbæ, Sandgerði, Vogum, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keili.
Vefsíða Landsfundar hefur verið uppfærð með nýjustu upplýsingum um viðburðinn og einnig er til staðar Facebooksíða. Við mælum með að líkað sé við Facebooksíðuna og kíkt reglulega inn á vefsíðuna til þess að missa ekki af því sem er að gerast og framundan er.