
Landsfundur Upplýsingar verður árið 2014 haldinn í Háskólanum á Akureyri, hátíðarsal á Miðborg, dagana 2. og 3. október nk.
Afhending gagna hefst kl. 11:00 á fimmtudeginum en formleg dagskrá kl. 12:30.
Hátíðarkvöldverður verður snæddur í Hofi kl. 20:00 en á undan honum verður fordrykkur sem hefst kl. 19:00.
Eftir að dagskrá lýkur á föstudeginum er boðið upp á léttar veitingar kl. 16:30 í anddyri Miðborgar.
Hátíðarkvöldverður og veitingar í lok ráðstefnunnar eru innifaldar í þátttökugjaldinu.
Einnig verður boðið upp á 1,5 – 2 klst. menningarlega skoðunarferð um Akureyri og nágrenni kl. 17:30 á vægu verði (lágmarksþátttaka 30 manns svo hægt verði að fara).
Þátttakendur þurfa að skrá sig í hátíðarkvöldverðinn, veitingarnar í lok ráðstefnunnar og í skoðunarferðina.
Þáttökugjöld
Þátttökugjald er kr. 25.000.- fyrir félagsmenn Upplýsingar en kr. 31.000.- fyrir utanfélagsmenn. Frá og með 5. september hækkar þátttökugjaldið í kr. 30.000.- fyrir félagsmenn og kr. 36.000.- fyrir utanfélagsmenn. Síðasti skráningardagur er 26. september. Vinsamlega greiðið gjaldið inn á reikning Upplýsingar, 111-26-505712, kt. 571299-3059 og sendið staðfestingu á [email protected]. Bent skal á styrktarsjóði stéttarfélaga en þátttaka í ráðstefnum af þessu tagi túlkast sem námskeið og fræðsla.
Stutt umfjöllun um fyrirlesara (PDF)
Ágrip fyrirlestra (abstract) (PDF)
Umfjöllun og ágrip erlendra fyrirlestara(PDF)








Tímatafla strætó: http://www.akureyri.is/static/files/01_akureyri.is/pdf/SVA/sva-stakarleidir-2014.pdf
Strætóleiðir: http://www.akureyri.is/static/files/01_akureyri.is/pdf/SVA/sva-yfirlitskort-2014.pdf
Leið 1 fer 8:21 úr miðbænum er komin við Glerárskóla 8:26 og þá er bara að labba yfir brúnna í átt að Háskólanum.
Leið 3 fer 8:31 úr miðbænum og eftir smá rúnt um Akureyri er hann er við Háskólann kl. 8:45
Leið 4 fer úr miðbænum 55 mín yfir heilatímann (milli 7:55 og 8:55) og fjórum stoppustöðvum og 4 mín síðar er hann kominn við HA.
Leið 4 fer úr miðbænum 2 mín yfir heila tímann (milli 10:02 og 18:02) og fjórum stoppustöðvum og 4 mín síðar er hann kominn við HA.
Upplýsingar um gistimöguleika á Akureyri (hótel, gistiheimili, íbúðir) verða sendar út á Skruddu og sérstök frétt útbúin á vef Upplýsingar. Sérstök Fésbókarsíða fyrir Landsfund 2014 er komin í loftið, https://www.facebook.com/Landsfundur2014 þar sem ýmsum fróðleik og öðru skemmtilegu verður komið á framfæri. Við hvetjum ykkur til að líka við síðuna, deila henni og fylgjast með okkur þar. Hægt er senda undirbúningsnefndinni fyrirspurnir í gegnum síðuna eða á netfangið [email protected].
Gistimöguleikar á Akureyri (ekki tæmandi listi)
Á vefnum http://www.visitakureyri.is/eru góðir listar. Bæði yfir gistiheimili, íbúðir og hótel.
http://www.visitakureyri.is/is/gisting-og-radstefnur/gistiheimili-og-ibudagisting
http://www.visitakureyri.is/is/gisting-og-radstefnur/hotel-og-hotelibudir
Vefir
Gisting Akureyri, íbúðir http://www.gistingakureyri.is/index.php/is/
H 104 guesthouse, herbergi, íbúð http://www.h104.is/is
Sæluhús stúdíoíbúðir, hús – http://www.saeluhus.is/is
Gista.is íbúðir – http://gista.is/
Gula Villan gistiheimili – http://gulavillan.is/index-isl.htm
Brekkusel gistiheimili, íbúðir – http://brekkusel.is/is
Súlur gistiheimili – http://sulurguesthouse.is/
Brekkugata 1b herbergi, íbúðir – http://internet.is/formi/
Hrafninn gistiheimili – http://www.hrafninn.is/index.php/is/
Hvítahúsið, gistiheimili, herbergi – http://www.guesthousenorth.is/
6 hrafnar, stór íbúð t.d. fyrir hóp http://www.6hrafnar.is/
Draumagisting, íbúð – http://draumagisting.is/
Stórholt ? farfuglaheimili http://www.akureyrihostel.com/index.html?gisting.html
Backpackers farfuglaheimili, http://www.akureyribackpackers.com/
Um að gera að skoða stóru vefina eins og þessa og leita bara. Sumir aðilar auglýsa á mörgum vefjum en aðrir bara á einum.