Fólk, tækni og rými

Spennandi fyrirlestrar um fólk, tækni og rými, allt frá áherslu á þjónustu í framlínu, breyttar þarfir  notenda í stafrænum heimi yfir í umbreytingu rýmis bókasafna. Lykilfyrirlesarar verða þeir Reinert Andreas Mithassel, deildarstjóri Biblio Toyen í Noregi og Aat Vos, arkitekt sem hefur hannað fjölmörg bókasöfn víðsvegar í Evrópu.

Eigum góða daga saman í Hörpu!

Drög að dagskrá Fólk, tækni og rými í breyttum veruleika bókasafna

Miðvikudagur 24. október kl. 17-19

Í tilefni af 200 ára afmæli Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, býður safnið til afmælisveislu í Þjóðarbókhlöðunni.

Landsfundargestum er sérstaklega boðið að koma og gleðjast í góðra vina hópi og njóta léttra veitinga.

Fimmtudagur 25.október

 

9.00 Afhending gagna og kaffi

9:30 Setning fundar: Jóhann Heiðar Árnason, formaður Upplýsingar

9:45 Ávarp: Pálína Magnúsdóttir, borgarbókavörður

9:50 Nýja bókasafnið. Hollenski arkitektinn Aat Vos, sem hefur hannað bókasöfn víða um Evrópu, segir frá verkefnum sínum og rýmishugsun „nýja bókasafnsins“

11.00 Kaffihlé

11.30 Nýr Gegnir – verkefnin framundan, Sigrún Hauksdóttir, þróunarstjóri hjá Landskerfi bókasafna

12.00 Matarhlé

13.00 Stafrænar breytingar á Borgarbókasafninu. Ásta Þöll Gylfadóttir, ráðgjafi í stafrænni þróun hjá Advania og fyrrum verkefnastjóri hjá Borgarbókasafninu

13.50 Röð stuttra erinda:

  • Samskipti við notendur. Pia Sigurlína Viinikka, verkefnastjóri við Bókasafn og upplýsingaþjónustu Háskólans á Akureyri
  • Nordic leadership training program. Guðríður Sigurbjörnsdóttir, safnstjóri Borgarbókasafnsins í Sólheimum og Kringlu
  • Lestrarvinir. Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, deildarbókavörður í Borgarbókasafni
  • Skjöl skipta máli. Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður
  • „Sögur“ verkefnið. Ragnheiður L. Bjarnadóttir, sérfræðingur á miðstöð skólaþróunar

15.00 Hressihlé – létt kaffi og hreyfing

15.30 Læsi er lykillinn. Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur í Seljaskóla

16.00 Dagskrárlok fyrri fundardags

17.30 Móttaka í boði Reykjavíkurborgar í Ráðhúsi Reykjavíkur

 19:00 Hátíðarkvöldverður í Silfurbergi

 

Föstudagur 26.október

9.00 Kaffi og létt spjall

9.30 Öðruvísi bókasafn. Reinert Andreas Mithassel, deildarstjóri Biblio Tøyen,  unglingabókasafns í úthverfi Osló, sem vakið hefur mikla athygli

10.30 Kaffihlé

10.50 Design Thinking – Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri í Borgarbókasafni : þjónusta í framlínu bókasafna með aðferðafræði Design Thinking

11.30 Röð stuttra erinda:

  • Nýju persónuverndarlögin. Áslaug Björgvinsdóttir, lögmaður
  • Talað í skýin, um kýr, tækni og mannlegt eðli á bókasafni. Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands
  • „Maker space“, tilraunaverkstæði Borgarbókasafnsins. Guðrún Baldvinsdóttir, verkefnastjóri og Esther Ýr Þorvaldsdóttir, kynningarstjóri í Borgarbókasafninu

12:00 Skjáskot – valdefling nýrrar kynslóðar. Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur, ljóðskáld, uppistandari, tónlistarmaður, leikari og lögfræðingur

12.30 Landsfundi slitið. – Gengið yfir í Borgarbókasafnið, Grófinni

12.45 Matarhlé – boðið upp á samlokur á bókasafninu

13.30 Bókmenntarútuferð með heimsókn í Borgarbókasafnið – Gerðubergi og Þjónustumiðstöð bókasafna

15:15 Dagskrárlok við Hörpu

 

 

Almennar upplýsingar

 

Landsfundur Upplýsingar 2018 verður haldinn í Silfurbergi í Hörpu

Þátttökugjald

Þátttökugjald fyrir Landsfundinn er:
– 27.000 fyrir félagsmenn.
– 32.000 fyrir utanfélagsmenn

Eftir 11.október hækkar gjaldið í:

– 32.000.- fyrir félagsmenn
– 37.000 fyrir utanfélagsmenn

Skráning á Landsfund 2018

Spennandi fyrirlestrar um fólk, tækni og rými, allt frá áherslu á þjónustu í framlínu, breyttar þarfir notenda í stafrænum heimi yfir í umbreytingu rýmis bókasafna.
Skrá mig

Undirbúningsnefnd Landsfundar 2018

Formaður

Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir

Landsfundarnefnd, Borgarbókasafn

Gjaldkeri

Barbara Guðnadóttir

Landsfundarnefnd, Borgarbókasafn

Rut Ragnarsdóttir

Landsfundarnefnd, Borgarbókasafn

Sólveig Guðrún Arngrímsdóttir

Landsfundarnefnd, Borgarbókasafn

Gjaldkeri 

Erla Kristín Jónasdóttir

Landsfundarnefnd, Borgarbókasafn

Guðríður Sigurbjörnsdóttir

Landsfundarnefnd, Borgarbókasafn

Katrín Guðmundsdóttir

Landsfundarnefnd, Borgarbókasafn

Hafðu samband