Lestardagbókin

Lestrardagbókin

Útgefendur hafa í þrjú ár gefið nemendum í 7. Bekk grunnskóla á Suðurlandi eintak af bókinniÁhugakonur um lestur gáfu út lestrardagbók sem bókasöfn hafa tekið að sér að selja til gesta. Lestrardagbókin er dagbók, þar sem færðar eru inn upplýsingar um lesnar bækur auk þess sem hægt er að skrá bækur sem áhugi er fyrir að lesa. Einnig er hægt að nýta bókina til að skrá leikhúsferðir, bíómyndir sem horft er á eða hvað annað sem fólki dettur í hug.

Enn eru til eintök af lestrardagbókinni og hvetjum við bókasöfn til að panta bækur. Fljótlega verður farið í kynningarátak á bókinni á Rúv, auk þess sem Páll Baldvin Baldvinsson fjallaði um lestrardagbókina í Fréttatímanum fyrir nokkru. Það er von útgefenda að lesendur spyrji því í auknum mæli um bókina á bókasöfnunum og er þá gott að eiga eintök tiltæk.

Lestrardagbók er skemmtileg dagbók, einungis til sölu í bókasöfnum landsins og er þetta því ágætis auglýsing fyrir bókasöfnin J

Bókin kostar 150 kr. hjá útgefendum. Ekki er hægt að panta færri en 10 eintök af bókinni í einu.

Pantanir sendist til Elínar K. Guðbrandsdóttur [email protected]