Fræðslu- og skemmtinefnd Upplýsingar kynnir:


Pia Viinikka bókasafnsfræðingur í Norræna húsinu (áður Húsaskóla) heldur erindi um Lifandi bókasafn. Erindið verður í Norræna húsinu mánudaginn 21. apríl kl. 16:00.


Lifandi bókasafn starfar eins og venjulegt bókasafn – lesendur koma og fá „lánaða“ bók í takmarkaðan tíma. Það er aðeins einn munur á: bækurnar í lifandi bókasafni eru fólk og bækurnar og lesendurnir eiga persónuleg samskipti.


Aðgangur er ókeypis fyrir félagsmenn í Upplýsingu en 500 kr. fyrir aðra. Hægt verður að kaupa kaffi og meðlæti á vægu verði.


Vinsamlegast skráið ykkur með því að svara þessum pósti.


Arnfríður Jónasdóttir [email protected]


Bára Stefánsdóttir [email protected]


Eygló Guðjónsdóttir [email protected]