Search

Listakonan Baek Hee-Na frá Suður-Kóreu hlýtur hin virtu Astrid Lindgren barnabókaverðlaun (Alma) árið 2020

Baek Heena er fædd árið 1971 og er einn virtasti myndabókalistamaður Kóreu. Hún hefur starfað við kvikmyndir og þykir hafa einstakan stíl. Eftir hana hafa komið út 13 myndasögur sem eru vinsælar víða um Asíu og hafa nokkrar þeirra verið þýddar, ein sú þekktasta Cloud bread eða Skýjabrauð var gefin út á ensku árið 2011. Nánar má lesa um listakonuna og verðlaunin hér og hér er viðtal við hana þakka fyrir verðlaunin

Upplýsing hefur aðild að ALMA og kemur að því að tilnefna til verðlaunanna, Gréta Björg Ólafsdóttir hjá Bókasafni Kópavogs er fulltrúi Upplýsingar og hægt að koma ábendingum til hennar eða á netfang Upplýsingar, [email protected]