Nýtt útvarpsleikrit fyrir börn, Mæja spæja, eftir Herdísi Egilsdóttur var kynnt á almenningsbókasöfnum landsins s.l. miðvikudag við góðar undirtektir. Leikritið verður flutt á Rás 1 í Ríkisútvarpinu í sumar og hefst fyrsta útsendingin 1. ágúst kl. 19:40. Það voru um 30 almenningsbókasöfn sem tóku þátt í þessu samstarfi við Útvarpsleikhús RÚV. Mæting var yfirleitt góð og auk þess að hlusta á tvo fyrstu þætti leikritsins þá tóku börnin þátt í litasamkeppni. Valdar myndir úr samkeppninni verða til sýnis í Borgarbókasafni við Tryggvagötu á næstu Menningarnótt Reykjavíkur.