Málþing um vellíðan barna í stafrænum heimi verður haldið í Háskólanum í Reykjavík þann 28. september kl. 17:00-19:00 og hvetjum við öll sem geta til að mæta.
Á málþinginu munum við fræðast um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á Íslandi í dag þegar kemur að börnum og notkun stafrænna miðla í samhengi við líkamlega og andlega vellíðan. Nokkrir sérfræðingar munu miðla nýrri þekkingu og sérfræðiþekkingu á sviði rannsókna, sálfræði, hönnunar, staðbundinnar þátttöku og opinberrar þjónustu. Dagskrá málþingsins má finna hér.
Opnað hefur verið fyrir skráningu á málþingið og er hægt að skrá sig hér. Frítt er inn á viðburðinn.