Árið 2000 var efnt til hugmyndasamkeppni um merki fyrir Upplýsingu.
Á fyrsta aðalfundi félagsins sama ár var Aðalbjörgu Þórðardóttur afhent bókaverðlaun fyrir hugmynd sína að merki fyrir félagið.
Stjórn félagsins gekk síðan til samstarfs við höfundinn um frekari útfærslu á merkinu m.a. fyrir bréfagögn þess.
Merki var tilbúið til notkunar í endanlegri útgáfu í ársbyrjun 2001. Það er í rústrauðum lit og prýðir vef félagsins. Merkið er einnig notað á allt kynningarefni félagsins, s.s. penna, barmmerki, minnisblokkir.
Merkið var tilnefnt til sem eitt af fimm bestu vöru- og firmamerkjum árins 2001 í keppni ÍMARK (Félag íslensks markaðsfólks) og Sambands íslenskra auglýsingastofa. Tilnefningin staðfestir að merki Upplýsingar er meðal þess besta á sviði einkennismerkja hér á landi.
Aðalbjörg hannaði einnig mynd á forsíðu vefs Upplýsingar.
Tæknilegar upplýsingar um merkið.
Merki í lit: Pantine: 201 Process litur, tímarit: 0, 100, 65, 35 Preocess litur, dagblöð: 0, 100, 65, 15 |