Norrænu bókasafnafélögin sendu nýverið frá sér sameiginlega yfirlýsingu til Norrænu ráðherranefndarinnar um mikilvægi bókasafna á Norðurlöndum. Yfirlýsingin fjallar um hve mikilvæg bókasöfnin séu í þeirri vegferð að gera Norðurlöndin öruggari, grænni og frjálsari. Þau séu öllum opin óháð efnahag og í hinum dreifðari byggðum eru þau stundum eina menningarathvarfið sem býður aðgang að menningarefni og frírri nettengingu.