Á Bókasafnsdaginn, fimmtudaginn 14. apríl, verður Morgunkorn Upplýsingar haldið í Þjóðarbókhlöðu og hefst með morgunsnarli kl. 8: 30. Ætlunin er að ljúka því um kl. 9:45. Í tilefni dagsins ætlar Upplýsing að hafa Morgunkornið frítt en með skilyrði að skrá sig.
Fjalar Sigurðarson mun fjalla um ímynd bókasafns- og upplýsingafræðinga og bókavarða. Hann er sérstakur ráðgjafi hóps sem er að vinna að ímyndarmálum fyrir Upplýsingu og SBU.
Meta yfirvöld, almenningur og viðskiptalíf starf bókasafns- og upplýsingafræðinga að verðleikum? Skilja þeir út á hvað starfið gengur? Gera þeir sér grein fyrir því hversu hagnýt sérþekking bókasafns- og upplýsingafræðinga getur verið? Hvað geta bókasafns- og upplýsingafræðingar gert til þess að bæta þessa ímynd?
Fjalar hefur starfað við fjölmiðla, markaðsmál og upplýsingatækni frá árinu 1991. Hefur annast internetráðgjöf fyrir mörg stærstu fyrirtæki landsins og unnið að markaðsmálum hjá OZ í samstarfi við Ericsson. Auk starfa við upplýsingatækni og markaðsmál hefur Fjalar haft umsjón með fjölbreyttum þáttum í útvarpi og í sjónvarpi. Ráðgjafi hjá Inntaki almannatengslum 2003 til 2006. Lauk BA próf í tungumálum frá HÍ og framhaldsnámi í hagnýtri fjölmiðlun. Fjalar lauk MBA námi frá HR vorið 2010.
Þetta er kjörin byrjun á Bókasafnsdeginum. Við vonumst til að sjá sem flesta 🙂
Skráning er hafin hér