Næsta Morgunkorn Upplýsingar verður haldið fimmtudaginn 15. febrúar kl 8:30 – 9:45 í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík.
Úlfhildur Dagsdóttir, umsjónarmaður Rafbókasafnsins mun fræða okkur um Rafbókasafnið, notkun þess og umsjón.
Morgunkorninu verður að venju streymt beint á YouTube og munum við auglýsa tengil á Facebooksíðu Upplýsingar sem og á póstlistanum okkar – Bokin.
Aðgangur að Morgunkorni er GJALDFRJÁLS fyrir félagsmenn, aðrir greiða 1000kr.
Sendið tölvupóst á [email protected] fyrir greiðsluupplýsingar.
Vekjum athygli á að stofnanaaðild í félaginu gefur stofnun kost á að senda einn starfsmann frítt á Morgunkorn.
Skráningu lýkur kl 16:00 þriðjudaginn 13. febrúar.