Næsta Morgunkorn Upplýsingar verður haldið þriðjudaginn 16. maí kl 8:30 – 9:45 á Kringlusafni Borgarbókasafns.
Við tökum forskot á Bókasafnsdaginn og heyrum fyrirlestur frá Salvör Nordal tengdum þema Bókasafnsdagsins í ár. Í ár ætlum við að leggja áherslu á hlutverk og mikilvægi bókasafna þegar kemur að lýðræði og upplýsingalæsi.
Lestur er bestur – fyrir lýðræðið.
Salvör þarf vart að kynna en hún er forstöðumaður Siðfræðistofnunar ásamt því að kenna við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.
Hér má finna vefsíðu Salvarar – http://uni.hi.is/salvorn/
Morgunkorninu verður streymt beint á YouTube og mun tengill á streymið verða sendur út bráðlega.
Aðgangur að Morgunkorni er gjaldfrjáls fyrir félagsmenn.
Skráningu lýkur á hádegi mánudaginn 15. maí.