Morgunkorn 2010-2011

Morgunkorn veturinn 2010-2011
 
 
Morgunkorn um ímynd bókasafns og upplýsingafræðinga og bókavarða, 14.apríl 2011
 
Fyrirlestur:
Fjalar Sigurðarson, ráðgjafi.
 
Því miður er truflun á hljóði sem lýsir sér þannig a það dettur inn og út.
Sjálfur fyrirlesturinn hefst 02.45 mín. af upptökutímanum.
Slóðin er: http://upptokur.hi.is/player/?r=9aab79af-aa66-44e3-a181-8eb941d4f4f1
 
 
Morgunkorn nr.5 um nám í bókasafns- og upplýsingafræðum við HÍ 10.febrúar 2011
Ágústa Pálsdóttir prófessor við Háskóla Íslands hélt erindi um námið í bókasafns- og upplýsingafræðum. Fagnefnd Upplýsingar kynnti síðan niðurstöður úr könnun sem send var út á félaga Upplýsingar um viðhorf til náms og kennslu í bókasafns- og upplýsingafræðum.
 
Fyrirlestrar:
Ágústa Pálsdóttir: Þróun í námi Sækja glærur
Sara Stefánsdóttir fyrir hönd fagnefndar Upplýsingar: Viðhorf til náms og kennslu í bókasafns- og upplýsingafræði við HÍ: Sækja glærur
 

Morgunkorn nr.4 Millisafnalán – nýjir möguleikar,  13.janúar 2011
Í þessu morgunkorni settu Sigrún Hauksdóttir frá Landskerfum og Þórný Hlynsdóttir frá Landsbókasafni fram hugleiðingar um millisafnalán sem hluta að bættri þjónustu og rekstri bókasafna. Millisafnalán íslenskra bókasafna voru skoðuð í sögulegu samhengi og horft til framtíðar. Nýir og ónýttir möguleikar liggja í samskrá íslenskra bókasafna, Gegni, ásamt breyttu aðgengi að efni á rafrænu formi.
 
Fyrirlestur:
Sigrún Hauksdóttir og Þórný Hlynsdóttir: Millisafnalán – nýjir möguleikar. Sækja glærur
 


Morgunkorn nr.3 Nýjasta þróun rafrænna upplýsingastýringakerfa 11.nóv 2010
Jónas Sigurðsson frá Gagnavörslunni mun halda fyrirlestur um nýjustu þróun rafrænna upplýsingastýringakerfa.  Hvernig hugbúnaðurinn er að þróast ört í burt frá hefðbundinni skjalastjórnun „Document Management“ byggt á hugtökum pappírsskjala í víðtækari lausnir (ECM) sem geta betur fangað nútíma upplýsingar í rafrænu umhverfi eins og tölvupóst, MSN, ljósmyndir, vídeó, kortaupplýsingar, o.s.frv.     Mun hann fara yfir skemmtilegar hugmyndir sem finna má í mörgum nýjustu veflausnum þar sem efnisorð og „tagging“ er notað á skapandi máta sem gefur góða sýn inn í þá óteljandi möguleika sem framtíðin getur falið í skauti sér fyrir þá sem hafa áhuga á stjórnun upplýsingar.  Einnig mun hann fjalla lítillega um áherslumun hugbúnaðarfólks og upplýsingafræðinga sem m.a. má glögglega sjá í stöðlum eins og Moreq2 og slíkum tilraunum til að forma flokkunarkerfi rafrænna gagna.
 
Magnús H. Guðjónsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja mun fjalla um notkun þeirra á Core-2 skjalavörslukerfinu og hvernig það nýtist litlum og meðalstórum stofnunum með mikið skjalamagn.
 
Fyrirlestur:
Jónas Sigurðsson:Rafræn upplýsingastýringakerfi: Frá skjalastjórnun til upplýsingastýringa. Sækja glærur


Morgunkorn nr.2 Aðgengi að rafrænu efni og framtíð hljóðbóka. 14.okt 2010
Pálína Magnúsdóttir frá bókasafni Seltjarnaness mun halda fyrirlestur um aðgengi að rafrænu efni á almenningsbókasöfnum. Innblásturinn fær hún frá ráðstefnunni Aðgangur að rafrænni Evrópu í gegnum almenningsbókasöfn sem hún sótti fyrir skömmu. Mun hún skoða efnið út frá hlutverki, ímynd og stefnumótun bókasafna. Einnig mun Aðalsteinn Magnússon frá hlusta.is halda fyrirlestur um hljóðbækur og hvernig þau hjá hlusta.is sjá framtíðina
 
Pálína Manúsdóttir: Aðgengi að rafrænu efni og framtíð hljóðbóka. Sækja glærur
 

Morgunkorn nr.1 Next library. 9.sept 2010
Next Library er þriggja ára samnorrænt verkefni almenningsbókasafna á öllum Norðurlöndunum, Árósa, Óslóar, Stokkhólms, Helsinki ásamt þremur bókasöfnum á Íslandi, um hvernig við getum mótað framtíð bókasafnanna. Bókasöfnin sem taka þátt í verkefninu á Íslandi eru Borgarbókasafn Reykjavíkur, Bókasafn Kópavogs og Amtsbókasafnið á Akureyri. Styrkur fékkst til þessa verkefnis frá Nordisk Kulturfond.
Guðríður Sigurbjörnsdóttir, Borgarbókasafni, Hrafn A. Harðarson, Bókasafni Kópavogs, Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, Borgarbókasafni og Pia Viinikka Norræna húsinu ætla að miðla áfram þeim innblæstri sem þau fengu á verkefnadögunum sem haldnir voru í júní til þeirra sem hafa áhuga á framtíð bókasafnanna.
 
Fyrirlestrar:
Hrafn A. Harðarson: Nýtt hlutverk: LYKIL‐ENGILL brúar gjá milli sýndar og raun? Sækja glærur
Guðríður Sigurbjörnsdóttir: Where is the library? Sækja glærur
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir: Reclaiming the future. Sækja glærur