IBBY á Íslandi
Næsta morgunkorn Upplýsingar verður þann 23. mars kl. 9.00 – 10.00 í Borgarbókasafni – Grófinni
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir segir frá starfsemi, tilgangi og markmiðum IBBY (International Board on Books for Young People), alþjóðlegum samtökum áhugafólks um barnabókmenntir og barnamenningu. Hún hefur setið í stjórn íslandsdeildarinnar um árabil og hefur félagið unnið m.a. ýmiskonar lestrarhvetjandi verkefnum, faglegri umfjöllun um barnabókmenntir og barnamenningu og tekið þátt í ýmiskonar samstarfi sem hefur það að markmiði að lyfta upp barnabókmenntum og barnamenningu á Íslandi.
Starfsemi IBBY og IBBY á Íslandi er fjölbreytt, skemmtileg og mikilvæg og því mun Ingibjörg gera greinargóð skil á morgunkorni Upplýsingar ásamt því að svara spurningum um félagið og starfsemina eftir bestu getu.
Húsið opnar kl. 8.45 með kaffiveitingum.
Að venju verður Morgunkornið sent út í streymi en þeir sem vilja mæta á staðinn eru beðnir um að skrá sig hér að neðan. Skráningu líkur 22. mars kl. 16.00.