Search

Morgunkorn – Bókasafnsdagurinn 2023

Þema dagsins er: Lestur er bestur – frá A-Ö

Að venju verður haldið sérstakt Morgunkorn að morgni Bókasafnsdagsins þar sem félagsmenn Upplýsingar og starfsmenn bókasafna koma saman, halda upp á Bókasafnsdaginn, þiggja veitingar og hlusta á erindi í tilefni dagsins.

Við hefjum gleðina á morgunkaffi kl. 8:45 en dagskráin sjálf hefst 9:00.

Staður: Borgarbókasafnið v/Tryggvagötu.

08:45 – Húsið opnar/morgunmatur

8:55/9:00 –Formaður Upplýsingar kynnir

9:00-9:30 – Erindi flytur Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir en hún er kona margra hatta; meðal annars er hún rithöfundur, myndlistakona, teiknari, myndskreytir, myndasöguhöfundur og söngkona

9:30 –Afhending Hvatningarverðlauna Upplýsingar 2023

Morgunkornið verður sent út í streymi en þau sem vilja mæta á staðinn eru beðin um að skrá sig hér að neðan.