Search

Upplýsing ætlar að standa fyrir morgunverðarfundum fyrir félagsmenn í allan vetur. Efni þeirra tengist stéttinni alltaf á einhvern hátt og reynt verður að hafa það áhugavert og spennandi. Fyrirlesarar koma bæði úr hópi bókasafns- og upplýsingafræðinga sem og annars staðar frá. Það má ganga að því vísu að Morgunkorn Upplýsingar verða alltaf fyrsta fimmtudag í mánuði yfir vetrartímann að undanskildum desembermánuði en þá verður eitthvað annað í boði. Í vetur verða Morgunkornin í fundarsal Þjóðarbókhlöðu. Félagsmenn eru hvattir til þess að koma og fylgjast með því sem er efst á baugi hjá stéttinni hverju sinni og gauka að stjórninni ábendingum um efni og fyrirlesara.


Fyrsti fyrirlesturinn verður fimmtudaginn 3.september undir fyrirsögninni: Bókasöfn og Facebook.


Dagskrá:
8:30-8:45 morgunverður (kaffi, rúnnstykki, ávaxtadrykkur og ávextir)


8:45-9:05 Guðríður Sigurbjörnsdóttir verkefnastjóri á Borgarbókasafni ræðir um Borgarbókasafn á Facebook (sjá glærur – PDF)


9:05-9:30 Maríanna Friðjónsdóttir sviðsstjóri hjá Kvikmyndaskóla Íslands fjallar um árangursríka markaðssetningu á Facebook (sjá glærur – PDF)


9:30-9:45 Umræður


Verð: 1000 fyrir félaga í Upplýsingu en kr. 1500 fyrir aðra.
Eingöngu verður hægt að skrá/afskrá sig á vef Upplýsingar – lokað verður fyrir skráningu 24 klst fyrir viðburð.


Skráning á Morgunkornin verður rafræn hér á vefnum og ef aðsókn verður mikil þá er það bara reglan fyrstur að skrá sig, fyrstur fær. Þar verða einnig birtar ítarlegri upplýsingar um efni og fyrirlesara þegar nær dregur hverju korni. 


Hér koma dagsetningarnar fyrir Morgunkorn vetrarins:


2009 – fimmtudagarnir: 3. september, 1. október og 5. nóvember
2010 – fimmtudagarnir: 7. janúar, 4. febrúar, 4. mars og 1. apríl

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *