Námskeiðsgögn

Námskeiðsgögn

Hér má sækja námskeiðsgögn frá námskeiðum sem haldin eru á vegum Upplýsingar.
 

Rafbækur og lesbretti 101

Dagsetning og tími: 26.apríl og 22.maíl 2013 kl. 9-11.
Staðsetning: Bókasafn Kópavogs – salur á 1.hæð
Dagskrá:
Í fyrrihluta var lagt upp með fyrirlestri um eðli og tegundir rafbóka, um stöðuna á útgáfu rafbóka og áhrif þeirra á neytendur – ekki síst lánþega bókasafna og hugmyndir um það hvernig áhrif rafbókavæðingin hefur á rekstur bókasafna. Í seinni hluta var opnað fyrir spurningar og farið í að handleika gripinn, hala niður og vafra um í tækjum.

Leiðbeinandi: Óskar Þór Þráinsson, upplýsingafræðingur, annar stofnenda rafbókaveitunnar Emma.is. [email protected]

Markmiðslýsing:
Að loknu námskeiði ættu þátttakendur að hafa fengið:
* innsýn í tegundir og eðli rafbóka
* fengið nasaþefinn af mögulegum breytingum í starfsemi bókasafna með tilkomu rafbóka
* fengið gagnlega þjálfun í meðhöndlun rafbóka og lestækja

Glærur af námskeiðinu