14. norræna ráðstefnan í NordILL röðinni verður haldin í Helsinki 25. – 26. október 2021, því miður er eingöngu um netviðburð að ræða.

Þessi ráðstefnuröð fjallaði mest um millisafnalán hér áður fyrr en hefur nú verið sett í víðara samhengi við önnur aðföng og aðgengi en þau mál brenna á flestum sem starfa á háskólabókasöfnum, Þema ráðstefnunnar er Empowering knowledge – Accelerating access.

Búið er að opna fyrir skráningu og hægt að skoða dagskrá ef smellt er á myndina.