Norrænu bókasafnafélögin fordæma einarðlega stríðsrekstur Rússa í Úkraínu og styðja af einhug vilja úkraínsku þjóðarinnar til að búa í frjálsu, sjálfstæðu og lýðræðislegu landi Úkraínu með evrópsk grundvallargildi að leiðarljósi. Við biðlum til allra norrænna bókasafna að styðja af sama einhug úkraínsku þjóðina og bjóða opinberlega fram stuðning með fjárframlögum og annarri hjálparaðstoð.
 
Við hvetjum bókasöfn og öll samtök sem fyrir þau starfa að fordæma yfirgengilegan hernað rússneskra stjórnvalda tafarlaust og að slíta öllu samstarfi við rússneskar stofnanir og fyrirtæki. Við hvetjum bókasöfn ennfremur til að dreifa áreiðanlegum upplýsingum um yfirstandandi árásir og mótmæla öllum falsfréttum og rangfærslum.
 
Við erum staðföst í að halda áfram að skapa almannarými þekkingar og menningar á bókasöfnum sem er laust við falsfréttir, lygar, hatursorðræðu og stríðsrekstur, rými sem öllum er opið. Bókasöfn tákna frelsi. Bókasöfn eru hlið að upplýstum heimi og þar eru allir velkomnir. Fólki af rússnesku bergi brotið sem býr á Norðurlöndum þarf að finna að það sé velkomið á bókasöfnin. Bókasöfn eru einnig hvött til að styðja við þá flóttamenn frá Úkraínu sem til landsins kunna að koma í samstarfi við ríki, sveitarfélög og mannúðarfélög.
 
Norrænu bókasafnafélögin hafa sent fjármagn til Fréttamanna án landamæra (e. Reporters Without 
Borders) til að styðja við hlutverk þeirra til að miðla áreiðanlegum upplýsingum til heimsins.