Notendahópur Gegnis var stofnaður á aðalfundi Upplýsingar 25. maí 2023 og tekur við af Alefli, notendafélagi Aleph-bókasafnskerfisins sem hafði verið starfrækt síðan 2002. Hlutverk notendahóps Gegnis er:
Notendahópurinn er skipaður fjórum fulltrúum, einum frá hverri safnategund:
Stjórnendur hvers safnahóps tilnefna sinn fulltrúa í hópinn til tveggja ára í senn.
Alefli, sem er notendafélag Aleph-bókasafnskerfisins á Íslandi, var stofnað í tengslum við landsfund Upplýsingar föstudaginn 6. september 2002. Á fundinum voru fyrstu lög félagsins samþykkt og menn gátu skráð söfn sín sem stofnfélaga. Alls skráðu sig 49 stofnfélagar og voru þeir fulltrúar hinna ýmsu safnategunda.
Aðdragandi að stofnun félagsins var sá að Anna Torfadóttir borgarbókavörður kallaði hinn 16. ágúst 2002 saman hóp fólks í Grófarhús til þess að undirbúa stofnun notendafélags um nýja Gegni. Þeir sem sátu þann fund voru eftirtaldir: Anna Torfadóttir, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Kristín Björgvinsdóttir, Kristín Indriðadóttir, Elísabet Halldórsdóttir, Jakobína Ólafsdóttir, Sigrún Klara Hannesdóttir, Sólveig Þorsteinsdóttir, Pálína Magnúsdóttir, Laufey Eiríksdóttir og Jón Sævar Baldvinsson. Frá Akureyri var Astrid M. Magnúsdóttir í símasambandi.
Á fundinum var ákveðið heiti á nýja félagið, Alefli. Búið er að tryggja félaginu lénið alefli.is
Á fundinum kom m.a. fram að Landskerfi bókasafna hf. er milliliður bókasafnanna við framleiðendur Aleph. Helstu kostir þess að stofna notendafélag voru taldir eftirfarandi:
Ákveðið var að mynda hóp til að semja drög að lögum fyrir notendafélagið. Í þeim hópi sátu: Jón Sævar Baldvinsson, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, Guðrún Pálsdóttir og Ragna Guðmundsdóttir. Anna Torfadóttir var aðstoðarmaður hópsins og kallaði hann saman.
Lagahópurinn setti saman drög að lögum og studdist við ályktanir fundarins í Grófarhúsi, lög sambærilegra erlendra notendafélaga og lög notendafélags Fengs. Voru drögin send til þeirra sem sátu fundinn í Grófarhúsi til yfirlestrar og athugasemda. Stofnfundurinn var haldinn hinn 6. sept. 2002. Fundarstjóri var Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir og Guðrún Pálsdóttir ritaði fundargerð. Í upphafi fundar rakti Anna Torfadóttir aðdragandann að stofnun félagsins. Síðan voru lögin kynnt og borin upp, hver grein fyrir sig samþykkt og loks lögin í heild. Kosin var stjórn til bráðabirgða og skipti hún sjálf með sér verkum á fyrsta fundi sínum, hinn 15. okt. sl. Stjórn Aleflis er skipuð þannig að Sigrún Klara Hannesdóttir er formaður, Anna Torfadóttir meðstjórnandi, Þórdís T. Þórarinsdóttir meðstjórnandi og Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir varamaður (situr fundi).
Tíminn sem fór í undirbúning að stofnun félagsins var knappur og flestir bókaverðir höfðu ekki aðstöðu til þess að kynna sér lögin eða aðdraganda þeirra fyrir stofnfundinn. Fólk er því hvatt til þess að kynna sér lögin og einnig hlutverk Landskerfis bókasafna og koma ábendingum og tillögum að lagabreytingum til stjórnar. Í því sambandi skal bent á að breytingatillögur á lögum félagsins má aðeins bera fram á aðalfundi og skulu þær hafa borist stjórn fyrir 1. apríl.
Guðrún Pálsdóttir
Ingibjörg Rögnvaldsdóttir formaður
Lísa Z. Valdimarsdóttir ritari
Viggó Gíslason gjaldkeri
Þórný Hlynsdóttir meðstjórnandi
Ingibjörg Rögnvaldsdóttir formaður
Lísa Z. Valdimarsdóttir ritari
Viggó Gíslason gjaldkeri
Þórný Hlynsdóttir meðstjórnandi
Hólmfríður Gunnlaugsdóttir formaður
Viggó Gíslason gjaldkeri
Lísa Z Valdimarsdóttir ritari
Þórný Hlynsdóttir meðstjórnandi
Ásdís Hafstað, formaður
Hólmfríður Gunnlaugsdóttir, ritari
Unnur Valgeirsdóttir, gjaldkeri
Viggó K. Gíslason, meðstjórnandi
Ásdís Hafstað, formaður
Sólveig Arngrímsdóttir, ritari
Unnur Valgeirsdóttir, gjaldkeri
Viggó K. Gíslason, meðstjórnandi
Ásdís Hafstað, formaður
Sólveig Arngrímsdóttir, meðstjórnandi
Unnur Valgeirsdóttir, gjaldkeri
Viggó K. Gíslason, ritari
Rósa S. Jónsdóttir (aðalmaður), formaður
Elín K. Guðbrandsdóttir (aðalmaður)
Ásdís Hafstað (aðalmaður)
Unnur Valgeirsdóttir (aðalmaður), gjaldkeri
Rósa S. Jónsdóttir (aðalmaður), formaður
Margrét Gísladóttir (aðalmaður), gjaldkeri
Ásdís Hafstað (aðalmaður), meðstjórnandi
Lísa Z. Valdimarsdóttir (varamaður í stjórn)
Endurskoðendur reikninga:
Heiðrún Sigurðardóttir
Margrét Björnsdóttir
Rósa Jónasdóttir (aðalmaður), formaður
Margrét Gísladóttir (aðalmaður), gjaldkeri
Ásdís Hafstað (aðalmaður), meðstjórnandi
Lísa Z. Valdimarsdóttir (varamaður í stjórn)
Endurskoðendur reikninga:
Heiðrún Sigurðardóttir
Margrét Björnsdóttir
Andrea Jóhannsdóttir (aðalmaður), formaður
Ásdís Hafstað (aðalmaður)
Rósa S. Jónsdóttir (aðalmaður)
Anna Margrét Birgisdóttir (varamaður í stjórn)
Andrea Jóhannsdóttir (aðalmaður), formaður
Áslaug Óttarsdóttir (aðalmaður)
Ólöf Benediktsdóttir (aðalmaður)
Anna Margrét Björnsdóttir (varamaður í stjórn)
Andrea Jóhannsdóttir (aðalmaður), formaður
Áslaug Óttarsdóttir (aðalmaður)
Ólöf Benediktsdóttir (aðalmaður)
Halldóra Jónsdóttir (varamaður í stjórn)
Þórhildur S. Sigurðardóttir (aðalmaður), formaður
Anna Sveinsdóttir (aðalmaður)
Pálína Magnúsdóttir (aðalmaður)
Halldóra Jónsdóttir (varamaður í stjórn)
Astrid Margrét Magnúsdóttir (aðalmaður), formaður
Pálína Magnúsdóttir (aðalmaður)
Þórhildur S. Sigurðardóttir (aðalamaður)
Margrét Björnsdóttir (varamaður í stjórn)
Ingibjörg S. Sverrisdóttir (aðalmaður), formaður
Astrid Margrét Magnúsdóttir (aðalmaður)
Oddný H. Björgvinsdóttir (aðalmaður)
Margrét Björnsdóttir (varamaður í stjórn)
Sigrún Klara Hannesdóttir (aðalmaður), formaður
Anna Torfadóttir (aðalmaður)
Þórdís T. Þórarinsdóttir (aðalmaður)
Ingibjörg S. Sverrisdóttir (varamaður í stjórn)