Á aðalfundi Upplýsingar sem haldinn var 27. ágúst sl, var nýtt fólk kosið í stjórnina að mestu. Nýja stjórn skipa þau Þórný Hlynsdóttir, kosin til tveggja ára sem formaður, Barbara Guðnadóttir, sem heldur áfram í eitt ár sem varaformaður, Berglind Hanna Jónsdóttir, kosin til tveggja ára sem gjaldkeri og Stefanía Gunnarsdóttir kosin til tveggja ára sem ritari. Þá gaf meðstjórnandi ekki kost á sér til setu seinna árið sitt og tekur Björg Bjarnadóttir því við í eitt ár.

Ný stjórn hittist á sínum fyrsta stjórnarfundi í Gerðubergi síðastliðinn föstudag og var meðfylgjandi mynd tekin í lok fundar.  Fylgt var reglum um fjarlægð, bæði á fundi og í myndatöku eins og sjá má. Stjórnarmeðlimir eru frá vinstri á myndinni: Björg Bjarnadóttir, Stefanía Gunnarsdóttir, Þórný Hlynsdóttir, Barbara Guðnadóttir og Berglind Hanna Jónsdóttir.

Ný stjórn Upplýsing þakkar fráfarandi stjórn kærlega fyrir sitt framlag til félagsins og hlakkar til að takast á við þau verkefni sem fyrir liggja.