Search

Polar Libraries Colloquy í Tromsø 9.-14. júní 2024

Polar Libraries Colloquy ráðstefnan er alþjóðlegur vettvangur fyrir upplýsingafræðinga og aðra sem sinna söfnun, varðveislu og miðlun upplýsinga er varða heimskautasvæðin. Þar gefst gott tækifæri til tengslamyndunar, að ræða sameiginleg áhugamál og kynna verkefni sem miða að því að efla bókasöfn og þjónustu þeirra.

Eitt af meginmarkmiðum Polar Libraries Colloquy hefur frá upphafi verið að auka alþjóðlegt samstarf.

Ráðstefnan er haldin annað hvert ár, til skiptis í Evrópu og Norður Ameríku. Einnig er vefsíða, blogg og póstlisti á vegum Polar Libraries Colloquy.

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á ráðstefnu ársins 2024 sem verður haldin í Tromsø. Dagskrána og skráningareyðublað má finna hér: https://www.npolar.no/en/arrangement/arctic-connections-29th-polar-libraries-colloquy/