Ráðstefnugögn og málþing

Ráðstefnugögn

 
Málþing:
 
Málstofa fyrir bókasafns- og upplýsingafræðinga 8 febrúar 2011*:
IFLA/FAIFE: Transparency, good governance and the struggle against corruption
 
Ráðstefnugögn:
 
 
 * opið öllum
 

Annað efni

Hér er að finna upplýsingar um fundi, ráðstefnur og málþing sem
Upplýsing hefur átt aðild að. Félagsmenn geta sótt glærur frá flestum
viðburðum.

Lifandi bókasafn [2008]
Fræðslu- og skemmtinefnd Upplýsingar stóð fyrir fræðslufundi
þar sem Pia Viinikka bókasafnsfræðingur í Norræna húsinu (áður
Húsaskóla) hélt erindi um Lifandi bókasafn. Fundurinn var haldinn í
Norræna húsinu mánudaginn 21. apríl kl. 16:00 2008.
Lifandi bókasafn starfar eins og venjulegt bókasafn – lesendur koma og
fá „lánaða“ bók í takmarkaðan tíma. Það er aðeins einn munur á:
bækurnar í lifandi bókasafni eru fólk og bækurnar og lesendurnir eiga
persónuleg samskipti. Hér má  finna nánari upplýsingar um verkefnið:
Lifandi bókasafn ? leiðbeiningar fyrir skipuleggjendur?
http://www.norden.org/pub/kultur/barn/is/ANP2005763.pdf
Glærur frá fyrirlestrinum eru nú aðgengilegar á vefnum.

Aðgengi fyrir alla. Fortíð metin ? framtíð rædd [2007]
Málþing um landsaðgang Íslendinga að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum
sem haldið var á Grand Hotel, Reykjavík, 15. október 2007 kl.
8:30-16:30. Glærur frá fyrirlestrum eru nú aðgengilegar á vefnum.

Viðburðir í tilefni af 50 ára afmæli bókasafns og upplýsingafræði í HÍ [2006-2007]
Afmælisdagskrá og erindi fræðslufunda aðgengileg í vefsafni

Málþing um höfundarétt á bókasöfnum [2007]
Glærur frá fyrirlestrum 17. apríl 2007.

Cataloguing 2007 – Back to the basics – flying into the furure. Upplýsing átti aðild að alþjóðlegri ráðstefnu um skráningu sem haldin var í Reykjavík í febrúar 2007. Glærur frá fyrirlestrum eru aðgengilegar í vefsafninu í afriti af vef ráðstefnunnar.

Á Leonardo styrk og hælaháum skóm í bókasöfnum Berlínarborgar [2006]
Þann 16. nóvember 2006 var haldinn morgunverðarfundur á vegum
Upplýsingar þar sem  kynnt var ferð nokkurra bókasafnsfræðinga til
Berlínar, en fenginn var styrkur frá Leonardo áætlun Evrópusambandsins
til fararinnar.