Rafbækur og bókasöfn 5.mars


Rafbækur og bókasöfn

Ráðstefna Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða

5. mars 2012, Grand hótel Reykjavík


 

Ráðstefnan verður haldin 5. mars 2012 á Grand hótel reykjavík. Markmið ráðstefnunnar er fræðsla um rafbækur og bókasöfn. Fyrirkomulag til framtíðar um aðgengi að rafbókum á skólasöfnum á öllum stigum náms, sérfræðisöfnum og á almenningsbókasöfnum. Að blása hvetjandi anda í brjóst bókasafnsstéttarinnar til að standa vörð um þá hugsjón sem bókasöfn standa fyrir: um jafnt og óhindrað aðgengi að upplýsingum, fræðslu og afþeyingu í hvaða formi sem er. Síðast en ekki síst er mikilvægt að minna á þann þátt í starfinu sem er kennsla og kynningar nýrra miðla s.s. rafbóka, rafbókalesara og notkun þeirra.
 
Skráningu er lokið
 
Dagskrá: 
 
8:30  Skráning og afhending gagna
09:00  – Setning ráðstefnu, Margrét I. Ásgeirsdóttir, forstöðukona Bókasafns Norræna hússins
– Ebooks and libraries: conflicts, experiments and possible solutions.   Hannes Eder  is the founder and CTO of Publit, a company that services many of the biggest Swedish publishing houses both in the area of print on demand and ebooks. In partnership with Stockholms Stadsbibliotek, Publit explores ways for libraries to take active part in producing and providing ebooks
10:20-10:40 Kaffihlé – veitingar í boði Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns
10:40  – Sigurbjörg Jóhannesdóttir, sérfræðingur Mennta- og menningarmálaráðuneyti
– Rafbækur – útgáfustarfsemi, Jökull Sigurðsson framkvæmdastjóri Lestu.is og Skólavefsins
11:30-13:00 Kynning á rafbókalesurum og spjaldtölvum frá Nýherja, Bræðrunum Ormson,   Apple, Bookeen og fleirum, gestir fá að snerta, prófa og spyrja spurninga.
– Hádegisverður á Grand hótel Reykjavík
13.00 – Nýjir tímar fyrir prentleturshamlaða? Þóra Sigríður Ingólfsdóttir forstöðumaður Blindrabókasafns Íslands
– Rafbækur og bókasöfn , Óskar Þór Þráinsson, upplýsingafræðingur og stofnandi rafbókaveitunnar Emma.is
– Almenningsbókasöfn framtíðarinnar: Vangaveltur um áhrif breyttrar tækni á starfsemi bókasafna,  Pálína Magnúsdóttir, bæjarbókavörður á Seltjarnarnesi
14:20-14:40 Kaffihlé ? veitingar í boði Landskerfis bókasafna hf og Borgarbókasafns Reykjavíkur
14:40  – Rafbækur á Landsbókasafni Íslands ? Háskólabókasafni : saga, staða og framtíðarsýn, Halldóra Þorsteinsdóttir, sviðsstjóri miðlunar og rafræns aðgangs hjá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni
– Afritunarvarnir, sjóræningjar og bókasöfn, Óli Gneisti Sóleyjarson, bókasafns- og upplýsingafræðingur
– Um skráningu rafrænna upplýsinga og skyldur útgefenda, Ragna Steinarsdóttir, fagstjóri íslenskrar skráningar og bókfræðistjórnar hjá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni
15.40  Ráðstefnuslit, Hrafnhildur Hreinsdóttir formaður Upplýsingar
 
 
Ítarefni:
Tvær greinarrein frá Hannes Eder sem hann hefur skrifað um rafbækur og Stockholms stadsbibliotek (á sænsku). Sækja hér.