Rétthafasamtök á Íslandi
Á Íslandi starfa ýmis samtök sem gæta hagsmuna rétthafa og innheimta höfundaréttargjöld á hinum ýmsu sviðum bókmennta og lista. Innheimtusamtökin hafa umboð til að innheimta gjöld fyrir íslensk sem erlend verk og hafa gert tvíhliða samninga við ýmis systursamtök og alþjóðleg samtök um innheimtu gjalda á erlendum verkum. Bókasöfn og einstaklingar geta því leitað til þeirra um eintakagerð erlendra verka hérlendis. Ef ekki er um slíka samninga að ræða er hægt að semja við samtök í viðkomandi landi eða við dreifingaraðila hér á landi.
Einnig er hægt að semja beint við höfundana sjálfa. Í sumum tilvikum veita þeir leyfi til víðtækari notkunar en lög segja til um, t.d. með því að merkja verk sín með ©© merkinu (Creative Commons) eða leyfa notkun á annan hátt. Aðild að rétthafasamtökunum eiga fjölmörg félög í hinum ýmsu greinum. Á vefsíðum þeirra er hægt að fá nánari upplýsingar um aðildarfélögin og ýmsar upplýsingar um leyfilega og óleyfilega eintakagerð.
Helstu rétthafasamtökin sem semja um og innheimta gjöld eru:
Fjölís www.fjolis.is eru hagsmunasamtök rétthafasamtaka og og gæta hagsmuna þeirra hvað snertir ljósritun og aðra eftirgerð. Aðild að því eiga Félag íslenskra bókaútgefenda, Hagþenkir, Blaðamannafélag Íslands, Tónskáldafélagið, Stef og Myndstef. Félagið sér um að gera samninga um eintakagerð ritverka og innheimtir greiðslur fyrir fjölföldunarrétt á ritum og deilir þeim út til rétthafa.
IHM – Innheimtumiðstöð gjalda www.ihm.is eru hagsmunasamtök höfunda, listflytjenda og framleiðenda. Þar eru innheimt gjöld af auðum miðlum og tækjum skv. 3. og 4. mgr. 11. gr. höfundalaganna og útdeilt til rétthafasamtaka, sem síðan úthluta til rétthafanna sjálfra. Aðild að miðstöðinni eiga öll helstu rétthafasamtök á Íslandi.
Myndstef www.myndstef.is eru samtök myndgerðarfólks sem semja um notkun myndverka og innheimta greiðslur og útdeila til rétthafa.
NCB ? Nordisk Copyright Bureau. www.ncb.dk Samtökin eru rekin af STEFI og systursamtökum á Norðurlöndunum. Þau fara með réttindagæslu vegna hljóðritunar, fjölföldunar og dreifingar tónverka á tónmiðlum.
SFH – Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda www.sfh.is eru innheimtusamtök tónlistarflytjenda og hljómplötuframleiðenda og gæta réttar þeirra.
SMÁÍS ? Samtök myndrétthafa á Íslandi www.smais.is gæta hagsmuna rétthafa myndefnis á Íslandi. Aðild að þeim eiga flestir kvikmynda- myndbanda- og myndefnisrétthafar á Íslandi. Rétthafar tölvuleikja og sjónvarpsstöðvar eiga einnig aðild að SMÁÍS.
STEF – Samtök tónskálda og eigenda flutningsréttar. www.stef.is Aðild að STEFI eiga Tónskáldafélag Íslands og Félag tónskálda og textahöfunda. Þau gæta hagsmuna félagsmanna og semja um flutningsrétt á tónlist og textum og innheimta greiðslur vegna tónlistarflutnings og útdeila til rétthafa. STEF gætir líka réttar erlendra rétthafa sem þau hafa gert tvíhliða samninga við. Nordisk Copyright Bureau ? NBC sem STEF á aðild að gætir hagsmuna á sviði upptökuréttar.
Samtónn www.samtonn.is er sameiginlegur vettvangur fyrir tónlistarrétthafa á Íslandi, bæði skapandi og túlkandi listamenn. STEF og SFH og þar með undirfélög, eiga aðild að samtökunum.
Rétthafasamtökin semja fyrir aðildarfélögin og meðlimi þeirra en hafa einnig umboð til að semja fyrir aðra þó þeir eigi ekki formlega aðild.
Helstu aðildarfélögin eru:
Arkitektafélag Íslands > Myndstef
BÍL ? Bandalag íslenskra listamanna regnhlífarsamtök allra listgreina
Blaðamannafélag Íslands > Fjölís, IMH
Félag grafískra teiknara > Myndstef
Félag íslenskra bókaútgefenda > Fjölís
Félag íslenskra hljómlistarmanna > SFH
Félag íslenskra leikara > SFH
Félag íslenskra myndlistarmanna sjá Samband ísl. myndlistarmanna
Félag íslenskra teiknara > Myndstef
Félag íslenskra tónlistarmanna > SFH
Félag kvikmyndagerðarmanna > IHM
Félag leikmynda- og búningahönnuða > Myndstef
Félag leikstjóra á Íslandi > IHM
Félag leiktjaldamálara
Félag tónskálda og textahöfunda > STEF
Framleiðendafélagið SÍK
Hagþenkir > Fjölís; IHF
Kirkjukórasamband Íslands > SFH
Leikskáldafélag Íslands
Ljósmyndarafélag Íslands > Myndstef
Rithöfundasamband Íslands > Fjölís; SFH
Samband blandaðra kóra > SFH
Samband hljómplötuframleiðenda > SFH
Samband íslenskra karlakóra > SFH
Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda > IHM
Samband íslenskra lúðrasveita > SFH
Samband kvikmyndaleikstjóra > IHM
Samband íslenskra myndlistarmanna > Myndstef
Tónskáldafélag Íslands > STEF