Search

Rússar úr IFLA

Þann 8. október sl. óskuðu samtök bókasafna á Norðurlöndum eftir staðfestingu frá aðalstjón Alþjóðlegra samtaka bókavarðafélaga og stofnana (IFLA) um hvort samtök bókasafna í Rússlandi (RLA) væru enn aðili að IFLA þar sem þau hefðu áhyggjur af því að bókasöfn á hernumdum landsvæðum í Úkraínu hefðu verið færð undir RLA.

Þau hvetja IFLA til að staðfesta hvort RLA sé enn aðili og að rannsaka hvort RLA hafi tengst bókasöfnum á hernumdum svæðum, þar sem slíkt gæti brotið gegn siðareglum IFLA.

Norrænu samtökin lýsa yfir eindregnum stuðningi við Úkraínu og leggja áherslu á að vörn lýðræðislegra gilda og menningararfs í Úkraínu sé órjúfanlega tengd grunngildum norrænna samfélaga.

Í ljósi skuldbindinga IFLA við grunngildi sín sé nauðsynlegt að samtökin tryggi að enginn aðili eða tengd stofnun innan IFLA fái að styðja eða réttlæta hernám á úkraínsku landsvæði í gegnum þátttöku sína í samtökunum.

Þann 11. október sl.  birti svo Landsbókasafn Úkraínu (Yaroslav Mudry National Library of Ukraine) frétt þess efnis að RLA og rússnesk bókasöfn hefðu misst aðild sína að IFLA því aðildargjöld þeirra væru ógreidd.

Þar segir að Landsbókasafn Úkraínu fagni ákvörðuninni og undirstriki að bókasöfn eigi að standa vörð um siðferðileg gildi og vera vettvangur sannleika og friðar, en ekki áróðurs fyrir stríði.