Landskerfi bókasafna hefur tilkynnt  að þann 4. nóvember 2020 hafi verið undirritaður samningur við ExLibris um bókasafnskerfið Alma og Primo VE leitargáttinni. Gert er ráð fyrir að innleiðing kerfanna taki 15 mánuði eftir að þriggja mánaða undirbúningsfasa sem hefst um miðjan þennan mánuð lýkur, sem þýðir að við gætum verið að byrja að vinna í nýju kerfi um mitt ár 2022.

Upplýsing óskar Landskerfi bókasafna og öllum upplýsingafræðingum til hamingju með þennan mikilvæga áfanga