Search

Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna senda ráðherra erindi vegna raf- og hljóðbóka

Stjórn Upplýsingar styður framtak SFA (Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna) sem sendu Mennta- og menningamálaráðherra bréf á dögunum varðandi skort á aðgengi íslenskra rafbóka í Rafbókasafninu sem almenningsbókasöfnin hafa rekið frá árinu 2017. Í bréfinu er lýst yfir vonbrigðum með að ekki hafi nást samningar við útgefendur um aukið framboð og hve framboð á slíku efni sé enn háð efnahag á Íslandi sem er á skjön við markmið bókasafnalaga nr. 150/2012. Stjórn SFA ákvað að taka saman upplýsingar um Raf- og hljóðbækur í bókasöfnum og senda, í nafni formanns fyrir hönd stjórnar, erindi til bókasafnsráðs sem var endurvakið á árinu. Seinna í ferlinu var síðan ákveðið að senda yfirlýsinguna beint á Lilju Alfreðsdóttur ráðherra mennta- og menningarmála og kalla eftir viobrögðum. Bréfið er birt hér með góðfúslegu leyfi SFA: Erindi SFA um raf- og hljóðbækur