Fjölþjóðlegir sáttmálar og tilskipanir um höfundarétt
Í Evrópusambandinu hafa verið gefnar út nokkrar tilskipanir um höfundarétt og tengt efni sem gilda hér á landi vegna aðildar okkar að Evrópska efnahagssvæðinu. Þær eru:
Tilskipun um lögvernd fyrir tölvuforrit (91/250/EBE).
Tilskipun um leigu- og útlánsrétt (92/100/EBE).
Tilskipun um útsendingar um gervihnött og endurvarp um kapal (93/98/EBE).
Tilskipun um verndartíma höfundaréttar og skyldra réttinda (96/9/EB).
Tilskipun um lögvernd gagnagrunna (96/9/EB).
Tilskipun um samræmingu tiltekinna þátta höfundaréttar og skyldra réttinda í
upplýsingasamfélaginu (2001/29/EB).
Tilskipun um rétt höfundar til þóknunar við endursölu frumgerðar listaverks (2001/84/EB).
Tilskipun um framfylgni hugverkaréttinda (2004/48/EB).
Til að fylgjast með nýjum tilskipunum er hægt að skoða vefsíðu menntamálaráðuneytisins um höfundaréttarmál. http://www.menntamalaraduneyti.is/menningarmal/hofundarettur/ Tilskipanirnar sjálfar er að finna á EES vefsetri utanríkisráðuneytisins. http://www.utanrikisraduneyti.is/samningar/ees/ Ísland á líka aðild að alþjóðlegum samningum um höfundarétt, sem einnig hafa áhrif hér á landi. Þeir eru:
Bernarsáttmálinn til verndar bókmenntum og listaverkum. Hann var fyrst samþykktur 1886 en endurskoðaður í Róm 1928 og í París 1971. Samband þeirra þjóða sem eiga aðild að honum er kallað Bernarsambandið. Alþjóðahugverkastofnunin WIPO (World Intellectual Property Owners) hefur eftirlit með framkvæmd sáttmálans og er ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna.
Genfarsáttmálinn um höfundarétt. Hann var gerður 1952 að tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna vegna þess að ekki áttu allar þjóðir aðild að Bernarsáttmálanum og var hann endurskoðaður í París 1971. Innan Genfarsáttmálans rúmast fleiri ólíkar skoðanir en innan Bernarsáttmálans. UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur eftirlit með framkvæmd hans.
Genfarsáttmálinn frá 1971 um vernd hljóðritaframleiðenda gagnvart ólögmætri endurgerð hljóðrita, sem Ísland á ekki aðild að.
Rómarsáttmálinn til verndar listflytjendum og hljómplötuframleiðendum. Hann er frá árinu 1961. UNESCO, WIPO og ILO (Alþjóðavinnumálastofnunin) hafa eftirlit með framkæmd hans. Hann tók gildi hér árið 1994.
TRIPS (Trade Related Aspects of Intellectual Property Rights ) samningurinn um höfundaréttarleg atriði í viðskiptum. Þessi samningur er viðaukasamingur við GATS (General Agreement on Trade in Services) saminga heimsviðskiptastofnunarinnar WTO (World Trade Organisation). WTO og WIPO hófu samvinnu árið 1995 og ýmis atriði í þessum tveim samningum voru samræmd og ákvæði úr TRIPS samningnum voru innleidd í samning WIPO.
WIPO sáttmála um höfundarétt (WCT) og sáttmála WIPO um réttindi skyld höfundarétti um vernd réttinda listflytjenda og vernd hljóðritaframleiðenda (WPPT), báðir frá árinu 1996. Ísland á enn ekki aðild að þeim en stefnt er að því með innleiðingu InfoSoc tilskipunar Evrópusambandsins í íslensk höfundalög.