Auglýst er eftir efni í 43. árgang Bókasafnsins sem áætlað er að komi í út á vordögum 2019. Greinar skulu berast á póstfangið bokasafnid2019@gmail.com í síðasta lagi föstudaginn 22. febrúar 2019.
Ritnefnd tekur við fræðilegum greinum, almennum greinum, viðtölum og stuttum bókmenntatengdum greinum. Almennar greinar geta fjallað um allt það sem tengist starfsemi bókasafna, bókútgáfu eða miðlun upplýsinga.
Ferðasögur til erlendra bókasafna og á ráðstefnur eru vel þegnar. Fólk ætti að halda sig við texta sem svarar 2-3 síðum. Myndir með slíkum frásögnum bæta oft miklu við textann og ættu að fylgja með. Við leitum eftir frásögnum af áhugaverðu efni, hvers vegna var farið af stað, hvað var gert og hvaða áhrif það hefur.
Einnig má senda inn ljóð, stuttar sögur, minningagreinar og annað efni sem fólk telur eiga erindi í Bókasafnið. Þar mætti nefna efni tengt skjalavörslu og -stjórnun.
Ábendingar um spennandi efni og hæfa höfunda eru vel þegnar sem og aðrar ábendingar sem varða útgáfuna. Ritnefnd hvetur alla, reynda sem óreynda höfunda til að senda inn greinar. Miðlið þekkingu og hugmyndum ykkar til fagstéttarinnar.
Leiðbeiningar um frágang greina má finna á vef Upplýsingar: https://upplysing.is/leidhbeiningar/
Nauðsynlegt er að höfundar fari eftir leiðbeiningunum svo að birta megi greinar þeirra í blaðinu.
—
Höfundar geta leitað til ritnefndar/ritstjóra í gegn um póstfangið bokasafnid2019@gmail.com til að fá nánari upplýsingar um greinaskrif.
Ritstjórn bókasafnsins veturinn 2018-2019 er:
Bergljót Tul. Gunnlaugsdóttir
Sigurgeir Finnsson
Vigdís Þormóðsdóttir
Þórunn Erla Sighvats