Morgunkorn Upplýsingar verður haldið fimmtudaginn 12.mars nk. þar sem rætt verður um Bláa skjöldinn. Blái skjöldurinn er alþjóðlegt samstarf um vernd menningarverðmæta sem eru í hættu vegna átaka eða náttúruhamfara. Markmiðið er m.a. að sameina krafta og þekkingu ýmissa fagaðila frá söfnum, sveitarfélögum og Almannavörnum til að tryggja bestu viðbrögð þegar vá ber að höndum.
Erindi flytur Njörður Sigurðsson sviðsstjóri skjalasviðs við Þjóðskjalasafn Íslands.
Staður og stund: Bókasafn Kópavogs, Kórinn á 1. hæð, 12. mars kl. 8:30-9:30. Kaffi og kleinur áður en fundur hefst.