Áhrif þess að vera óupplýsingalæs
Erindið lítur að samfélagslegri stöðu þeirra sem hafa hætt í námi (brottfallsnemendur) og eru í þeim áhættuhópi sem gæti orðið fastur í vítahring menntunarskorts og upplýsingaólæsis. Þetta er vaxandi hópur sem að rannsóknarniðurstöður stofnanna t.a.m. European Foundation for the improvement of living and working conditions í  Dublin hafa sýnt að er fyrir hendi. 
 
Umfjöllunarefni Bergljótar Gunnlaugsdóttur byggir hún m.a. á niðurstöðum úr M.A. verkefni sínu, þ.e.; Stefnur og stofnanir upplýsinga- og þekkingarsamfélagsins í ESB löndunum og á Íslandi.
Verkefnið fól í sér greiningu og samanburð á stefnum og stofnunum upplýsinga- og þekkingar-samfélagsins. Hnattvæðing, þekkingarhagkerfi, rafræn stjórnsýsla og upplýsingalæsi almennings voru nokkrir þeirra þátta sem voru til umfjöllunar ásamt tengslum og áhrifum á stefnumótun.
Staður: Landsbókasafn Íslands ? Háskólabókasafn, fyrirlestrarsalur 1. hæð
Stund: Fimmtudagur 13. nóvember kl. 8:30-9:30.
Skráning: 
Erindið er ætlað fyrir alla félagsmenn Upplýsingar og er ókeypis fyrir þá. Þeir sem hafa áhuga að hlusta en eru utan félags þurfa greiða kr. 1.000. 

https://docs.google.com/forms/d/1-fKvSN0hcJ0kuRoSqo7_1CcYGIIeyujmcP9tJoqQk4Q/viewform