Search

Bókasafnsdagurinn er á næsta leiti og mun Upplýsing að sjálfsögðu halda Morgunkorn á Bókasafnsdaginn eins og venja er.

Að þessu sinni verður Morgunkornið haldið í móttökuhúsi Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7, fimmtudaginn 8. september. Við hefjum gleðina á morgunkaffi kl 8:30 en dagskráin sjálf hefst 8:45.

Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofunnar heldur stutt ávarp.
Ævar Þór Benediktsson (Ævar Vísindamaður) flytur erindi eftir eigin nefi.
Tilnefningar starfsfólks bókasafna á uppáhalds ljóðum, ljóðbrotum og ljóðlínum þeirra verða kynntar ásamt þeim samfélagsmiðlum sem finna má Bókasafnsdaginn á.

Í lokin, fyrir þá sem vilja, verður í boði að kíkja í Undirheima og bókasafn Veðurstofunnar undir leiðsögn Guðrúnar Pálsdóttur og skoða gamlar gersemar og spjalla.

Smellið hér til að skrá ykkur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *