Bókasafnsdagurinn er á næsta leiti og mun Upplýsing að sjálfsögðu halda Morgunkorn á Bókasafnsdaginn eins og venja er.
Að þessu sinni verður Morgunkornið haldið í móttökuhúsi Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7, fimmtudaginn 8. september. Við hefjum gleðina á morgunkaffi kl 8:30 en dagskráin sjálf hefst 8:45.
Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofunnar heldur stutt ávarp.
Ævar Þór Benediktsson (Ævar Vísindamaður) flytur erindi eftir eigin nefi.
Tilnefningar starfsfólks bókasafna á uppáhalds ljóðum, ljóðbrotum og ljóðlínum þeirra verða kynntar ásamt þeim samfélagsmiðlum sem finna má Bókasafnsdaginn á.
Í lokin, fyrir þá sem vilja, verður í boði að kíkja í Undirheima og bókasafn Veðurstofunnar undir leiðsögn Guðrúnar Pálsdóttur og skoða gamlar gersemar og spjalla.