Search

Starfsumhverfi

pexels-mathias-reding-4397200

Bókasafns og upplýsingafræði er þverfagleg starfsgrein sem spannar vítt svið.  Upplýsingafræðingar sinna fjölbreyttum störfum sem tengjast upplýsingamiðlun, hvort sem þau störf tengjast bókasöfnum, skjalastjórnun, minjasöfnum eða vefsíðum.

Í stjórnkerfinu eru ýmis lög og reglugerðir sem ná yfir upplýsingafræði og einstakar stofnanir, svo sem almennings- og sérfræðisöfn en einnig um meðferð útgefinna rita og hugverkarétt.  Sjá nánar um íslensk lög og reglugerðir.

Þar sem fræðasviðið er vítt vinna margir ólíkir hópar að ólíkum verkefnum og er Ísland ekki frábrugðið öðrum löndum hvað það varðar. Fjölmörg félagasamtök og samstarfshópar innan fagsviðsins vinna að framgangi og þróun á sínum vettvangi. 
 

Bókasöfn á Íslandi

Ekki hefur verið gerður tæmandi listi yfir öll bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar á Íslandi.

Á vef Landskerfis bókasafna, sem heldur utan um bókasafnskerfið á landsvísu er að finna lista yfir þau bóka- og minjasöfn sem nota bókasafnskerfið og eru þau rúmlega 300 talsins. 

Erlend bókasafnafélög

Norrænu bókasafnafélögin
Upplýsing er í miklu samstarfi við norrænu bókasafnafélögin, félögin hafa undanfarin ár sameinast um að senda frá sér yfirlýsingar þegar mikið liggur við.

 

Hlekkir í heimasíður norrænu bókasafnafélaganna:

 

Alþjóðasamtök bókasafnafélaga, IFLA (International Federation of Library Associations) 

IFLA starfar á alþjóðavísu og sér bókasöfnum fyrir bæði stefnum og yfirlýsingum um hlutverk og starfsemi er varða bókasöfn og eins er varðar upplýsingalæsi, vitsmunafrelsi og upplýsingamiðstöðvar. Á vegum þeirra eru starfandi fjölmargar nefndir skipaðar sérfræðingum hvaðanæva að úr heiminum.

Hlekkur í heimasíðu IFLA

Upplýsing er aðili að IFLA og fer með eitt atkvæði í kosningum til nefna og embætta samtakanna.