Fyrsta Morgunkorn ársins verður haldið í Gerðubergi miðvikudaginn 17. febrúar kl. 9:00. Vegna fjöldatakmarkana geta 30 manns verið viðstaddir en viðburðinum verður einnig streymt.
ÞAU SEM ÆTLA AÐ VERA VIÐSTÖDD MORGUNKORNIÐ ERU BEÐIN AÐ SKRÁ SIG HÉR.
ÞAU SEM MUNU FYLGJAST MEÐ Í STREYMI ÞURFA EKKI AÐ SKRÁ SIG.
Yfirskrift morgunkornsins er „Tungumálatöffarar“. Rósa Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri Bókasafns Móðurmáls, mun kynna safnið sem er fjölmenningasafn fyrir börn og unglinga. Það er alfarið rekið í sjálfboðastarfi og byrjaði smátt í kjallara út í bæ en hefur stækkað ört á síðastliðnum árum. Rósa Björg mun fjalla um starfsemi safnsins, hvað þau gera, hvað þau langar að verða og þau fjölbreyttu verkefni sem safnið hefur staðið fyrir.
Morgunkorninu verður streymt beint á YouTube og upplýsingar um slóð á streymið munu einnig birtast á Facebooksíðu Upplýsingar.
Aðgangur að morgunkorni er gjaldfrjáls fyrir félagsmenn.
Skráningu lýkur kl 16:00, þriðjudaginn 16. febrúar.