Verklagsreglur um útgáfu Bókasafnsins
Hlutverk ritnefndar er að annast útgáfu og ritstjórn Bókasafnsins og vera ráðgefandi varðandi útgáfu þess á vefnum. Nefndin hefur sjálfstæði í störfum sínum en er ætlað að upplýsa stjórn Upplýsingar reglulega um stöðu mála og framvindu. Þá er ritnefnd gert að senda Upplýsingu ársreikning nefndarinnar tímanlega svo hægt sé að leggja hann fyrir aðalfund Upplýsingar.
Bókasafnið – verklagsreglur um útgáfu
- Útgefandi: Upplýsing – Félag bókasafns- og upplýsingafræða.
- Hlutverk og markmið: Bókasafnið er fagtímarit bókasafns- og upplýsingafræðinga, bókavarða, skjalastjóra, skjalavarða og annarra sem starfa við fagið.
- Útgáfutíðni: Bókasafnið er gefið út árlega.
- Upplag og útbreiðsa: Tímaritið er gefið út á vef og er opið öllum. Upplýsing sér um að tilkynna félagsmönnum þegar nýtt tölublað hefur verið birt.
- Vefsetur blaðsins er bokasafnid.is.
- Efnistök: Hvaðeina sem hugsanlega getur snert fag- og starfssvið félagsmanna. Ritnefnd sér um að kalla eftir efni frá félagsmönnum og öðrum þeim sem hún telur að eigi erindi.
- Fjármögnun: Upplýsing kostar útgáfuna og sér m.a. um að áskrift að vefhýsingu og þjónustu vegna hennar.
- Ritstjórn: Formaður ritnefndar er tilnefndur af stjórn Upplýsingar, hann er jafnframt ritstjóri Bókasafnsins. Uppstillinganefnd gerir tillögur um samstarfsaðila hans með fjölbreytileika og safnategundir í huga en í nefndinni skulu vera að lágmarki 3. Nefndin skiptir með sér verkum.