Search

Views Navigation

Event Views Navigation

Today

Aðalfundur Upplýsingar og vorgleði 30. maí 2024

Edda - Hús íslenskunnar Arngrímsgata 5, Reykjavík, Iceland

Aðalfundur Upplýsingar, notendaráðstefna Aleflis og vorgleði verða 30. maí frá kl. 13:00-17:00 í Eddu - húsi íslenskra fræða.  Dagskrá aðalfundar: a) Skýrsla stjórnar. b) Skýrslur hópa og nefnda. c) Reikningar félagsins. d) Ákvörðun launa og þóknunar til stjórnarmanna. e) Fjárhags- og framkvæmdaáætlun næsta starfsárs. f) Árgjald. g) Lagabreytingar. h) Kosning stjórnar og varamanna, sbr. 5 […]

Glæpakviss – Spurningakeppni í boði Hins íslenska glæpafélags

Í tilefni af Bókasafnsdeginum í september verður efnt til spurningakeppni um íslenskar glæpasögur. Keppnin verður haldin 5. september í öllum almenningsbókasöfnum sem taka þátt. Ævar Örn Jósepsson, formaður Hins íslenska glæpafélags semur og útbýr keppnina, söfnunum að kostnaðarlausu, en bókasöfnin sjá um að halda hana, hvert á sínum stað. Þema verkefnisins mun jafnframt „smita“ út í yfirskrift Bókasafnsdagsins sem […]

Morgunkorn á Bókasafnsdaginn 6. september 2024

Marteinn Knaran Ómarsson fjallar um glæpasögur Næsta morgunkorn Upplýsingar verður í Borgarbókasafninu Kringlunni á Bókasafnsdaginn þann 6. september 2024 kl. 9:00-10:00. Þórný Hlynsdóttir formaður Upplýsingar opnar fundinn og Marteinn Knaran Ómarsson heldur fyrirlestur sem ber heitið „Af túristadrápum og kviðristumorðum“ og fjallar um raðmorðingja og glæpasögur í menningunni.  Húsið opnar kl. 8:45 með kaffiveitingum. Að venju verður […]

Morgunkorn 24. október 2024

Bókasöfn og hringrásarhagkerfi Næsta morgunkorn Upplýsingar verður í Borgarbókasafninu Gerðubergi 24. október 2024 kl. 9:00-10:00. Borgarbókasafnið í Gerðubergi setti nýlega á fót Fribúð þar sem fólk getur komið og losað sig við hluti og aðrir eignast þá. En hvernig tengist bókasafnið þessu hringrásarþema, er ekki allt að láni á bókasafninu? Ilmur Dögg Gísladóttir ætlar að leiða okkur í sannleikann um þetta. Að fyrirlestri loknum geta gestir skoðað Fríbúðina og kannski losað sig við eitthvað óþarfa dót. Um Fríbúðina má fræðast hér: https://borgarbokasafn.is/fribud-hring-eftir-hring […]

Jólagleði 22. nóvember 2024

Jólagleði Upplýsingar verður haldin 22. nóvember í húsnæði Bókasafns Kópavogs kl. 18:00. Við bjóðum upp á léttar og ljúffengar veitingar og hljómsveitin Eva mun ylja okkur um hjartarætur. Félagar í Upplýsingu greiða ekkert fyrir jólagleðina. Utanfélagsfólk greiðir 6.000 fyrir veitingar og skemmtun á jólagleði. Við skráningu þarf utanfélagsfólk að greiða inn á reikning félagsins og senda […]

Morgunkorn 23. janúar 2025

Þjóðarbókhlaðan Arngrímsgata 3, Reykjavík, Iceland

Nýr kennsluvefur í upplýsingalæsi. Næsta morgunkorn Upplýsingar verður í fyrirlestrarsalnum Lóni, Þjóðarbókhlöðu 23.janúar 2025 kl. 9:00-10:00. Kennsluvefurinn er ætlaður fyrir nemendur á háskólastigi og alla þá sem vilja efla færni sína í upplýsingalæsi. Námskeiðið er mikilvæg viðbót við þá upplýsingalæsiskennslu sem bókasöfn veita nú þegar. Nemendur læra að leita að upplýsingum, meta þær og nota á […]

Morgunkorn 20. febrúar 2025

Gervigreind í leik og starfi Næsta morgunkorn Upplýsingar verður í fjarfundi 20. febrúar 2025 kl. 9:00-10:00. Umræða um gervigreind hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum og sitt sýnist hverjum um ágæti hennar í námi og vinnu. En hvernig getum við nýtt okkur gervigreindina til að einfalda okkur hlutina, bæði í leik og starfi? Andrea Ævarsdóttir reynir að svara […]

Morgunkorn 20. mars 2025

Tímarit.is Næsta morgunkorn Upplýsingar verður í fjarfundi 20. mars 2025 kl. 9:00-10:00. Emma Björk Hjálmarsdóttir frá Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni fjallar um stafræna varðveislu og þá vinnu sem liggur á bak við vefinn timarit.is Tímarit.is er stafrænt safn sem veitir aðgang að milljónum myndaðra blaðsíðna á stafrænu formi af þeim prentaða menningararfi sem varðveittur er […]

Aðalfundur Upplýsingar 2025

Tækniskólinn Háteigsvegur Háteigsvegur 35–39, Reykjavík, Iceland

Aðalfundur Upplýsingar verður haldinn 28. maí í hátíðarsal Tækniskólans á Háteigsvegi. Dagurinn verður helgaður málefnum bókasafna.
Skrásetjarar funda fyrir hádegi, aðalfundur Upplýsingar og vorráðstefna notendahóps Gegnis eftir hádegið og síðdegis verður vorgleði Upplýsingar.

Bókasafnsdagurinn 2025 | Lestur er bestur – fyrir sálina

Bókasafn Mosfellsbæjar Þverholti 2, Mosfellsbæ, Iceland

Að venju verður haldið sérstakt Morgunkorn að morgni Bókasafnsdagsins þar sem félagsmenn Upplýsingar og starfsmenn bókasafna koma saman og halda upp á Bókasafnsdaginn, þiggja veitingar og hlusta á erindi í tilefni dagsins. Við hefjum gleðina á morgunkaffi kl. 8:45 en dagskráin hefst 9:00. Staður: Bókasafn Mosfellsbæjar 08:45 – Húsið opnar/morgunmatur 8:55/9:00 –Formaður Upplýsingar kynnir 9:00-9:30 – Eva Rún Þorgeirsdóttir flytur erindi […]

Landsfundur Upplýsingar 2025

Landsfundur Upplýsingar verður að þessu sinni haldinn á Selfossi, dagana 16. og 17. október.  Nánari upplýsingar og dagskrá verða birt þegar nær dregur.

Fregnir - Fréttabréf Upplýsingar

Skráðu þig í áskrift og fylgstu með því sem er á döfinni hjá félaginu